Enski boltinn

Jóhann Berg snéri aftur í sigri | Gengur hvorki né rekur hjá meisturunum | Sjáðu mörkin

Burnley vann mikilvægan sigur á Middlesbrough á heimavelli í dag og Everton vann 2-0 sigur á Englandsmeisturunum.

Andre Gray skoraði eina mark leiksins 81. mínútu eftir undirbúning Sam Vokes, en Burnley er eftir sigurinn í fjórtánda sæti deildarinnar með 20 stig.

Middlesbrough er sæti neðar með átján stig, en Jóhann Berg Guðmundsson koma inná sem varamaður hjá Burnley á 77. mínútu. Þetta er fyrsti leikur hans eftir meiðsli.



Everton vann 2-0 sigur á Englandsmeisturum Leicester á King Power leikvanginum í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Kevin Mirallas kom Everton yfir á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá markverðinum Joel Robles.

Romelu Lukaku tvöfaldaði svo forystuna í  uppbótartíma og lokatölur 2-0. Everton situr í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig, en Leicester er þremur stigum frá fallsæti, í sextánda sæti.




Tengdar fréttir

Stóri Sam byrjar á jafntefli

Watford og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik dagsins af átta í enska boltanum, en þetta var fyrsti leikur Sam Allardyce sem stjóri Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×