Enski boltinn

Lloris gerir langtímasamning við Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lloris er í hópi bestu markvarða heims.
Lloris er í hópi bestu markvarða heims. vísir/getty
Stuðningsmenn Tottenham Hotspur fengu góða jólagjöf í dag þegar markvörðurinn Hugo Lloris skrifaði undir nýjan samning við félagið. Samningurinn gildir til ársins 2022.

Lloris kom til Tottenham frá Lyon á lokadegi félagaskiptagluggans haustið 2012.

Frakkinn hefur síðan þá leikið 189 leiki fyrir Tottenham. Lloris hefur haldið hreinu í 50 af þeim 151 leik sem hann hefur spilað fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Lloris, sem verður þrítugur á annan í jólum, er einnig fyrirliði franska landsliðsins og hefur alls leikið 85 landsleiki.

Tottenham er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, 10 stigum á eftir toppliði Chelsea.

Næsti leikur Tottenham er gegn Southampton á útivelli 28. desember.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×