Enski boltinn

Pardew fékk stígvélið í jólagjöf frá Palace

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ekki góð jólagjöf.
Ekki góð jólagjöf. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace er búið að reka knattspyrnustjórann Alan Pardew frá störfum en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Pardew hefur átt erfitt uppdráttar hjá Lundúnarliðinu undanfarin en liðið er í 17. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti. Það tapaði síðasta leik gegn Chelsea, 1-0.

Palace-liðið er búið að tapa átta af síðustu tíu leikjum sínum undir stjórn Pardew sem tók við því þegar hann hætti hjá Newcastle í desember fyrir tveimur árum.

Pardew byrjaði vel og endaði sína fyrstu hálfu leiktíð í tíunda sæti en á síðustu leiktíð hafnaði Palace-liðið í fimmtánda sæti.

Sam Allardyce, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, er sagður líklegasti eftirmaður Pardew hjá Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×