Enski boltinn

Eriksen: Tottenham getur klárlega barist um titilinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Christian Eriksen er bjartsýnn.
Christian Eriksen er bjartsýnn. vísir/getty
Christian Eriksen, danski miðjumaðurinn í liði Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, vill meina að Spurs-liðið sé nógu gott til að fara alla leið í deildinni þetta tímabilið og standa uppi sem sigurvegari.

Tottenham er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Arsenal í fjórða sætinu en tíu stigum á eftir toppliði Chelsea sem er búið að vinna ellefu leiki í röð.

Lærisveinar Mauricio Pochettino eru búnir að tapa einu sinni fyrir Chelsea á leiktíðinni en frammistaða Tottenham þar fannst Eriksen tilefni til bjartsýni.

„Auðvitað getur Tottenham barist um titilinn. Alveg 100 prósent,“ segir Eriksen í viðtali við Sky Sports.

„Við stóðum okkur mjög vel fyrstu 44 og hálfa mínútuna á móti Chelsea. Við sýndum að við getum keppt við Chelsea-liðið. Það var enginn á því að þeir væru miklu betri en við.“

„Chelsea er að spila vel og er ekki búið að tapa í ellefu leikjum í röð en fyrir okkur snýst þetta um að halda í við toppliðin og enda eins nálægt toppsætinu og hægt er,“ segir Christian Eriksen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×