Nýja línan er innblásin af draumaheiminum 22. desember 2016 14:45 Hildur Yeoman, fatahönnuður, var að senda frá sér nýja línu. Vísir/Ernir Nýjasta lína fatahönnuðarins Hildar Yeoman var að koma í sölu en línan var frumsýnd í sumar á Listahátíð við góðar undirtektir. Hildur segir þessa nýju línu vera nokkuð frábrugðna eldri línum en í henni leynast meðal annars kápur, kjólar og hátíðlegt skart. Það er alltaf jafn mikil spenna sem fylgir því að taka upp nýju línu að sögn Hildar enda liggur mikil vinna að baki nýrri línu.Mynstrið var unnið með hjálp seiðkonu.Mynd/Saga Sig„Það er alltaf mikil tilhlökkun og spenna sem fylgir þessu, ég verð eins og lítill krakki á jólunum þegar ég tek upp sendingar enda er ég þá oft loksins að taka upp draumakjólinn fyrir mig sjálfa. Þetta er gríðarlega mikil vinna, en ég hef mikinn áhuga á því sem ég er að gera og eldmóðurinn drífur mig áfram,“ segir Hildur sem á tíu ára útskriftarafmæli um þessar mundir.Í nýjustu línu Hildar leynast kápur, kjólar, skart og fleira fallegt.Mynd/Saga SigHún lærði fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Aðspurð hvað sé það skemmtilegasta við að vera í fatahönnunarbransanum hefur Hildur svör á reiðum höndum. „Fólkið sem er í þessum bransa er svo skemmtilegt, ég er að vinna með mörgum af mínum bestu vinum. Einnig er fjölbreytnin frábær, það eru engir tveir dagar eins.“ Hildur segir nýjustu línu sína vera nokkuð frábrugðna fyrri línum. „Þetta er nýr heimur sem ég er að vinna með, draumaheimurinn. Eins eru þetta ný snið, ný prent og ný efni, svo sem prentuð ullarefni, glimmerefni og plíseruð pils úr pvc-efni svo eitthvað sé nefnt. Svo bjó ég til nýjar týpur af skarti sem henta vel fyrir hátíðarnar,“ segir Hildur um þessa nýju fjölbreyttu línu. „Þema línunnar var staðurinn á milli svefns og vöku. Transcendence er augnablikið þegar þú stendur á brún ímyndunaraflsins og lygnir aftur augunum og lætur þig líða inn á lendur hins óraunverulega. Bæði fannst mér þetta spennandi ástand til að rannsaka og svo er tíska í mínum huga mikill draumaheimur, svo það lá beint við að ég skoðaði þetta fyrirbæri sem við könnumst svo vel við,“ útskýrir Hildur. Playing hide and seek in the Bohemian dress . #photography @sagasig #mua @nataliehamzehpour #model @hannarakelb #bohemian #bohemianstyle #hideandseek #transcendence #dreamers #maxidress #hilduryeoman #beautiful #iceland Opið i Kiosk við Laugaveg frá 10-22 A photo posted by Hilduryeoman (@hilduryeoman) on Dec 22, 2016 at 1:01am PST Það sem einkennir nýju línuna er fallegt prent sem Hildur vann með hjálp seiðkonu. „Ég fékk aðstoð frá seiðkonu við að búa til seið sem eykur draumfarir og vann mikið af prentum út frá þessum seið,“ segir Hildur, sem hefur áður unnið út frá seið á þennan hátt. Áhugasömum er bent á að fylgjast með Hildi á Instagram undir notendanafninu hilduryeoman. Þar er Hildur dugleg að birta myndir af þeim margvíslegu verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur. The Pleated PVC skirts are so nice to dance in #pleatedskirt #pleats #dance #swing #editorial #transcendence #photography @sagasig #mua @fridamariamakeup #model @kristinlilja6 @eskimo_model A photo posted by Hilduryeoman (@hilduryeoman) on Dec 21, 2016 at 3:17am PST Tíska og hönnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Nýjasta lína fatahönnuðarins Hildar Yeoman var að koma í sölu en línan var frumsýnd í sumar á Listahátíð við góðar undirtektir. Hildur segir þessa nýju línu vera nokkuð frábrugðna eldri línum en í henni leynast meðal annars kápur, kjólar og hátíðlegt skart. Það er alltaf jafn mikil spenna sem fylgir því að taka upp nýju línu að sögn Hildar enda liggur mikil vinna að baki nýrri línu.Mynstrið var unnið með hjálp seiðkonu.Mynd/Saga Sig„Það er alltaf mikil tilhlökkun og spenna sem fylgir þessu, ég verð eins og lítill krakki á jólunum þegar ég tek upp sendingar enda er ég þá oft loksins að taka upp draumakjólinn fyrir mig sjálfa. Þetta er gríðarlega mikil vinna, en ég hef mikinn áhuga á því sem ég er að gera og eldmóðurinn drífur mig áfram,“ segir Hildur sem á tíu ára útskriftarafmæli um þessar mundir.Í nýjustu línu Hildar leynast kápur, kjólar, skart og fleira fallegt.Mynd/Saga SigHún lærði fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Aðspurð hvað sé það skemmtilegasta við að vera í fatahönnunarbransanum hefur Hildur svör á reiðum höndum. „Fólkið sem er í þessum bransa er svo skemmtilegt, ég er að vinna með mörgum af mínum bestu vinum. Einnig er fjölbreytnin frábær, það eru engir tveir dagar eins.“ Hildur segir nýjustu línu sína vera nokkuð frábrugðna fyrri línum. „Þetta er nýr heimur sem ég er að vinna með, draumaheimurinn. Eins eru þetta ný snið, ný prent og ný efni, svo sem prentuð ullarefni, glimmerefni og plíseruð pils úr pvc-efni svo eitthvað sé nefnt. Svo bjó ég til nýjar týpur af skarti sem henta vel fyrir hátíðarnar,“ segir Hildur um þessa nýju fjölbreyttu línu. „Þema línunnar var staðurinn á milli svefns og vöku. Transcendence er augnablikið þegar þú stendur á brún ímyndunaraflsins og lygnir aftur augunum og lætur þig líða inn á lendur hins óraunverulega. Bæði fannst mér þetta spennandi ástand til að rannsaka og svo er tíska í mínum huga mikill draumaheimur, svo það lá beint við að ég skoðaði þetta fyrirbæri sem við könnumst svo vel við,“ útskýrir Hildur. Playing hide and seek in the Bohemian dress . #photography @sagasig #mua @nataliehamzehpour #model @hannarakelb #bohemian #bohemianstyle #hideandseek #transcendence #dreamers #maxidress #hilduryeoman #beautiful #iceland Opið i Kiosk við Laugaveg frá 10-22 A photo posted by Hilduryeoman (@hilduryeoman) on Dec 22, 2016 at 1:01am PST Það sem einkennir nýju línuna er fallegt prent sem Hildur vann með hjálp seiðkonu. „Ég fékk aðstoð frá seiðkonu við að búa til seið sem eykur draumfarir og vann mikið af prentum út frá þessum seið,“ segir Hildur, sem hefur áður unnið út frá seið á þennan hátt. Áhugasömum er bent á að fylgjast með Hildi á Instagram undir notendanafninu hilduryeoman. Þar er Hildur dugleg að birta myndir af þeim margvíslegu verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur. The Pleated PVC skirts are so nice to dance in #pleatedskirt #pleats #dance #swing #editorial #transcendence #photography @sagasig #mua @fridamariamakeup #model @kristinlilja6 @eskimo_model A photo posted by Hilduryeoman (@hilduryeoman) on Dec 21, 2016 at 3:17am PST
Tíska og hönnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira