Erlent

71 nú látinn eftir að hafa drukkið baðolíu í Rússlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Baðolían sem um ræðir.
Baðolían sem um ræðir. Vísir/EPA
Enn fjölgar þeim sem hafa látið lífið eftir að hafa innbyrt eitraða baðolíu í borginni Irkutsk í suðurhluta Síberíu. Rússnesk heilbrigðisyfirvöld segja að tala látinna sé nú komin í 71 og njóta tugir til viðbótar aðhlynningar á sjúkrahúsi vegna neyslu olíunnar.

Fórnarlömbin eiga að hafa drukkið baðolíuna til að komast í áfengisvímu, en algengt er í Rússlandi að fólk drekki áfengar heimilisvörur í stað áfengis í sparnaðarskyni.

Í baðolíunni sem um ræðir er að finna metanól, mjög eitraða alkólhólblöndu sem er ólík etanóli sem finnst í „hefðbundnum“ áfengum drykkjum.

Eftir að fréttir bárust um dauðsföllin í Irkutsk hefur Vladimír Pútín sagst vilja herða reglurnar um framleiðslu og sölu á drykkjum, ilmefnum og öðrum vörum þar sem áfengismagnið er hærra en 25 prósent.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×