Enski boltinn

Boðar gott fyrir Liverpool að vera í öðru sæti um jólin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool varð enskur meistari þegar liðið var síðast í 2. sæti um jólin.
Liverpool varð enskur meistari þegar liðið var síðast í 2. sæti um jólin. Vísir/Getty
Liverpool er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar yfir jólin en liðið er nú sex stigum á eftir toppliði Chelsea eftir 1-0 sigur á Everton á mánudagskvöldið.

Þetta er í fyrsta sinn í 27 ár sem Liverpool er í öðru sætinu á jóladag en það gerðist síðast jólin 1989.

Hingað til hefur það oftast verið góður fyrirboði fyrir Liverpool að vera í öðru sæti um jólin en í sex af átta skiptum sem Liverpool hefur verið í því sæti hefur liðið unnið Englandsmeistaratitilinn vorið eftir.

Liverpool varð enskur meistari 1989/90, 1985/86, 1976/77 og 1975/76 eftir að hafa verið í öðru sætinu á jólunum en alls eru liðin 43 ár síðan að Liverpool vann ekki titilinn eftir að hafa setið í umræddu öðru sæti yfir jólahátíðina.

Tímabilið 1973 til 1974 náði Liverpool ekki að vinna upp sjö stiga forskot Leeds og varð því að sætta sig við annað sætið um vorið.

Stuðningsmenn Liverpool hafa glaðst yfir góðri spilamennsku liðsins á þessu tímabili en ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Nú sjá þeir kannski að annað sætið um jólin er betri jólagjöf en þeir kannski héldu áður en Sky Sports tók þessa athyglisverðu tölfræði saman.



Árin sem Liverpool hefur verið í 2. sæti um jólin:

1989/90

Staða í töflunni á jóladag: 2.sæti

Lokastaða: Enskur meistari

Knattspyrnustjóri: Kenny Dalglish

Markahæsti leikmaður liðsins: John Barnes (28)

1985/86

Staða í töflunni á jóladag: 2.sæti

Lokastaða: Enskur meistari

Knattspyrnustjóri: Kenny Dalglish

Markahæsti leikmaður liðsins: Ian Rush (31)

1976/77

Staða í töflunni á jóladag: 2.sæti

Lokastaða: Enskur meistari

Knattspyrnustjóri: Bob Paisley

Markahæsti leikmaður liðsins: Kevin Keegan (20)

1975/76

Staða í töflunni á jóladag: 2.sæti

Lokastaða: Enskur meistari

Knattspyrnustjóri: Bob Paisley

Markahæsti leikmaður liðsins: John Toshack (23)

1973/74

Staða í töflunni á jóladag: 2.sæti

Lokastaða: 2. sæti

Knattspyrnustjóri: Bill Shankly

Markahæsti leikmaður liðsins: Kevin Keegan (19)

1966/67

Staða í töflunni á jóladag: 2.sæti

Lokastaða: 5. sæti

Knattspyrnustjóri: Bill Shankly

Markahæsti leikmaður liðsins: Roger Hunt (19)

1946/47

Staða í töflunni á jóladag: 2.sæti

Lokastaða: Enskur meistari

Knattspyrnustjóri:George Kay

Markahæsti leikmaður liðsins: Albert Stubbins, Jack Balmer (28 hvor)

1900/01

Staða í töflunni á jóladag: 2.sæti

Lokastaða: Enskur meistari

Knattspyrnustjóri:Tom Watson

Markahæsti leikmaður liðsins: Sam Raybould (18)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×