NBA: Vængbrotið Cleveland lið vann Milwaukee Bucks annað kvöldið í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2016 07:30 Cleveland Cavaliers vann sinn áttunda sigur í níu leikjum og Houston Rockets sinn ellefta sigur í tólf leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook vantaði aftur nokkrar stoðsendingar til að ná þrennunni en fékk hinsvegar sigur að launum fyrir frammistöðu sína.Kyrie Irving var með 31 stig og 13 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 113-102 heimasigur á Milwaukee Bucks. Cleveland vann Milwaukee þar með annað kvöldið í röð en þurfti framlengingu til að landa sigrinum á Bucks liðinu í fyrrakvöld. Cleveland vann líka aftur án Kevin Love auk þess sem að J.R. Smith spilaði ekki eftir að hafa þumalbrotnaði í leik liðanna kvöldið áður. Þetta eru tveir mikilvægir byrjunarliðsmenn og munar því um minna. LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson tók 15 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig fyrir Milwaukee Bucks og Jabari Parker var með 27 stig. NBA-meistararnir í Cleveland Cavaliers hafa nú unnið átta af síðustu níu leikjum og eina tapið kom í leik á móti Memphis Grizzlies þar sem liðið var án þeirra James, Irving og Love.Russell Westbrook vantaði þrjár stoðsendingar í þrennuna en var með 42 stig og 10 fráköst í 121-110 útisigri Oklahoma City Thunder á New Orleans Pelicans. Enes Kanter endaði með 14 stig og 14 fráköst. Anthony Davis skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir New Orleans og Jrue Holiday var með 23 stig og 10 stoðsendingar. Þetta var níunda tap Pelíkananna í tólf leikjum.James Harden skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 125-111 útisigur á Phoenix Suns kvöldið eftir að San Antonio Spurs endaði tíu leikja sigurgöngu Houston liðsins. Þetta var því ellefti sigur Houston Rockets í síðustu tólf leikjum. Harden vantaði fimm fráköst í þrennuna. Eric Gordon kom með 24 stig af bekknum hjá Houston og Patrick Beverley var með 18 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Houston hitti úr 18 af 38 þriggja stiga skotum sínum. Devin Booker skoraði 29 stig fyrir Phoenix-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum sínum í röð.Marc Gasol skoraði 38 stig og hitti úr 14 af 17 skotum sínum þegar Memphis Grizzlies vann 98-86 útisigur á Detroit Pistons og endaði þriggja leikja sigurgöngu. Þetta var hinsvegar fjórða tap Detroit í röð.Andrew Wiggins skoraði 19 stig og var með 17 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves í 92-84 útisigri á Atlanta Hawks. Þetta var annar sigur í röð en það gerðist síðast í apríl síðastliðnum. Zach LaVine var með 18 stig fyrir liðið í leiknum. Dennis Schroder var með 21 stig fyrir Atlanta og Paul Millsap bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Hawks liðið hefur nú tapað sex af síðustu sjö heimaleikjum sínum þar af fjórum þeirra á móti liðum sem hafa tapað fleiri leikjum en þau hafa unnið í vetur eða New Orleans, Detroit, Orlando og Minnesota.John Wall skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann 107-97 útisigur á Chicago Bulls. Þetta var aðeins þriðji útisigur Washington á tímabilinu. Bradley Beal var með 21 stig og Marcin Gortat bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Bulls-liðið og Dwyane Wade var með 19 stig. Rajon Rondo gaf 10 stoðsendingar.DeMarcus Cousins skoraði 21 stig fyrir Sacramento Kings í 94-94 sigri á Utah Jazz en Sacramento kom til baka eftir að hafa lent 20 stigum undir í leiknum. Ty Lawson skoraði 19 stig og fór fyrir Sacramento liðinu í lokin ásamt Cousins. Gordon Hayward skoraði 28 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 14 fráköstum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 95-96 Phoenix Suns - Houston Rockets 111-125 Utah Jazz - Sacramento Kings 93-94 Chicago Bulls - Washington Wizards 97-107 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 110-121 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 84-92 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 86-98 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-102 NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann sinn áttunda sigur í níu leikjum og Houston Rockets sinn ellefta sigur í tólf leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook vantaði aftur nokkrar stoðsendingar til að ná þrennunni en fékk hinsvegar sigur að launum fyrir frammistöðu sína.Kyrie Irving var með 31 stig og 13 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers vann 113-102 heimasigur á Milwaukee Bucks. Cleveland vann Milwaukee þar með annað kvöldið í röð en þurfti framlengingu til að landa sigrinum á Bucks liðinu í fyrrakvöld. Cleveland vann líka aftur án Kevin Love auk þess sem að J.R. Smith spilaði ekki eftir að hafa þumalbrotnaði í leik liðanna kvöldið áður. Þetta eru tveir mikilvægir byrjunarliðsmenn og munar því um minna. LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson tók 15 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig fyrir Milwaukee Bucks og Jabari Parker var með 27 stig. NBA-meistararnir í Cleveland Cavaliers hafa nú unnið átta af síðustu níu leikjum og eina tapið kom í leik á móti Memphis Grizzlies þar sem liðið var án þeirra James, Irving og Love.Russell Westbrook vantaði þrjár stoðsendingar í þrennuna en var með 42 stig og 10 fráköst í 121-110 útisigri Oklahoma City Thunder á New Orleans Pelicans. Enes Kanter endaði með 14 stig og 14 fráköst. Anthony Davis skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir New Orleans og Jrue Holiday var með 23 stig og 10 stoðsendingar. Þetta var níunda tap Pelíkananna í tólf leikjum.James Harden skoraði 27 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 125-111 útisigur á Phoenix Suns kvöldið eftir að San Antonio Spurs endaði tíu leikja sigurgöngu Houston liðsins. Þetta var því ellefti sigur Houston Rockets í síðustu tólf leikjum. Harden vantaði fimm fráköst í þrennuna. Eric Gordon kom með 24 stig af bekknum hjá Houston og Patrick Beverley var með 18 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Houston hitti úr 18 af 38 þriggja stiga skotum sínum. Devin Booker skoraði 29 stig fyrir Phoenix-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum sínum í röð.Marc Gasol skoraði 38 stig og hitti úr 14 af 17 skotum sínum þegar Memphis Grizzlies vann 98-86 útisigur á Detroit Pistons og endaði þriggja leikja sigurgöngu. Þetta var hinsvegar fjórða tap Detroit í röð.Andrew Wiggins skoraði 19 stig og var með 17 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves í 92-84 útisigri á Atlanta Hawks. Þetta var annar sigur í röð en það gerðist síðast í apríl síðastliðnum. Zach LaVine var með 18 stig fyrir liðið í leiknum. Dennis Schroder var með 21 stig fyrir Atlanta og Paul Millsap bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Hawks liðið hefur nú tapað sex af síðustu sjö heimaleikjum sínum þar af fjórum þeirra á móti liðum sem hafa tapað fleiri leikjum en þau hafa unnið í vetur eða New Orleans, Detroit, Orlando og Minnesota.John Wall skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann 107-97 útisigur á Chicago Bulls. Þetta var aðeins þriðji útisigur Washington á tímabilinu. Bradley Beal var með 21 stig og Marcin Gortat bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Bulls-liðið og Dwyane Wade var með 19 stig. Rajon Rondo gaf 10 stoðsendingar.DeMarcus Cousins skoraði 21 stig fyrir Sacramento Kings í 94-94 sigri á Utah Jazz en Sacramento kom til baka eftir að hafa lent 20 stigum undir í leiknum. Ty Lawson skoraði 19 stig og fór fyrir Sacramento liðinu í lokin ásamt Cousins. Gordon Hayward skoraði 28 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 14 fráköstum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 95-96 Phoenix Suns - Houston Rockets 111-125 Utah Jazz - Sacramento Kings 93-94 Chicago Bulls - Washington Wizards 97-107 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 110-121 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 84-92 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 86-98 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 113-102
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira