Enski boltinn

Jóhann Berg skoraði og lagði upp í endurkomunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg meiddist gegn Manchester City 26. nóvember.
Jóhann Berg meiddist gegn Manchester City 26. nóvember. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson sneri aftur á fótboltavöllinn í dag þegar varalið Burnley vann 3-0 sigur á Preston North End.

Jóhann Berg hefur verið frá keppni síðan hann tognaði aftan í læri í leik gegn Manchester City 26. nóvember síðastliðinn.

Jóhann Berg minnti heldur betur á sig í leiknum í dag. Íslenski landsliðsmaðurinn lagði fyrsta mark Burnley upp fyrir James Tarkowski og skoraði svo annað markið með góðu skoti fyrir utan vítateig. Michael Kightly skoraði síðan þriðja mark Burnley.

Næsti leikur Burnley er gegn Middlesbrough á Turf Moor á annan í jólum og Jóhann Berg kemur væntanlega inn í leikmannahóp liðsins fyrir þann leik.

Jóhann Berg kom til Burnley frá Charlton Athletic í sumar. Hann hefur komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur; skoraði eitt mark og gefið eina stoðsendingu. Hann var í byrjunarliði Burnley í níu leikjum í röð áður en hann meiddist.


Tengdar fréttir

Jóhann Berg frá í mánuð vegna tognunar

Landsliðsmaðurinn og leikmaður Burnley, Jóhann Berg Guðmundsson, verður að öllum líkindum frá í að minnsta kosti mánuð eftir að hann meiddist í leik Burnley í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×