Frumsýna Óþelló tvisvar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 16:16 Leikhópurinn á æfingu. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og Ingvar E. Sigurðsson fer með titilhlutverkið. Vísir/Eyþór Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. Hins vegar verður jólasýningin Óþelló eftir William Shakespeare frumsýnd annað kvöld og sérstök hátíðarsýning verður á annan í jólum. Samkvæmt Júlíu Aradóttur, kynningarfulltrúa hjá Þjóðleikhúsinu er ástæðan sú að einungis hluti sætanna í stóra salnum nýtist, meðal annars er ekki hægt að sitja á svölunum. „Ástæðan er í raun sú að leikmyndin er þannig að það nýtist bara hluti af sætunum í salnum. Þannig að við þurftum eiginlega að skipta þessu á tvær dagsetningar til að koma öllum fyrir, kortagestum, boðslistum, aðstandendum og öllu þessu. Og þá var bara þessi lausn ákveðin, ákveðið að prófa þetta,“ segir Júlía í samtali við Vísi sem segir jafnframt þetta vera í fyrsta skipti svo hún viti til sem brugðið er út af þeirri hefð að frumsýna á annan í jólum.Sjá einnig: Segir leikhúsið vera karlaheimMiðaverð á frumsýningar er yfirleitt um það bil tvöfalt hærra en miðaverð á venjulegar sýningar og verður það einnig svo á hátíðarsýninguna á annan í jólum. Miði á þá sýningu kostar 9.900 krónur en miði á aðrar sýningar eftir það er á 5.500 krónur. „Við nálgumst þetta eins og tvær frumsýningar. Það er bæði núna á morgun og svo annan í jólum sem við köllum hátíðarsýningu. Það er atriði fyrir mörgum sem hafa komið á annan í jólum í mörg ár, að halda í hefðina. Þannig við erum eiginlega með tvöfalda frumsýningu,“ segir Júlía.Meiri ró í hópnum Það er gamalgróin hjátrú í leikhúsi að önnur sýning sé ekki nándar jafn góð og frumsýningin. Júlía segir þó að leikhúsgestir sem koma á annan í jólum hafi ekkert að óttast og að margir hafi tekið vel í það að koma fyrir jól. „Kortagestirnir, sem eru frumsýningarkortagestir, skiptast eiginlega í tvennt. Öðrum helmingnum finnst fínt að koma fyrir jól en hinn vill halda í hefðina og koma á annan í jólum. Svo er reyndar, það er svo fyndið með þessa aðra sýningu. Þessi mýta er einhvernvegin í gangi en hún er oft bara ekki verri af því að edge-ið er komið af þannig það eru allir rólegri. Ekki sama stressið. Það er svona meiri ró í hópnum.“ Leikmyndin er þannig upp sett að ekki er hægt að nýta 140 sæti af þeim 500 sem eru í salnum. „Þetta er alveg stór hluti. Þannig það er eiginlega bara með því að hafa tvær sýningar er þetta rétt rúmlega sætafjöldinn á eina sýningu með öllum sætum. Þetta kemur nánast út á sléttu.“ Menning Tengdar fréttir Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. Hins vegar verður jólasýningin Óþelló eftir William Shakespeare frumsýnd annað kvöld og sérstök hátíðarsýning verður á annan í jólum. Samkvæmt Júlíu Aradóttur, kynningarfulltrúa hjá Þjóðleikhúsinu er ástæðan sú að einungis hluti sætanna í stóra salnum nýtist, meðal annars er ekki hægt að sitja á svölunum. „Ástæðan er í raun sú að leikmyndin er þannig að það nýtist bara hluti af sætunum í salnum. Þannig að við þurftum eiginlega að skipta þessu á tvær dagsetningar til að koma öllum fyrir, kortagestum, boðslistum, aðstandendum og öllu þessu. Og þá var bara þessi lausn ákveðin, ákveðið að prófa þetta,“ segir Júlía í samtali við Vísi sem segir jafnframt þetta vera í fyrsta skipti svo hún viti til sem brugðið er út af þeirri hefð að frumsýna á annan í jólum.Sjá einnig: Segir leikhúsið vera karlaheimMiðaverð á frumsýningar er yfirleitt um það bil tvöfalt hærra en miðaverð á venjulegar sýningar og verður það einnig svo á hátíðarsýninguna á annan í jólum. Miði á þá sýningu kostar 9.900 krónur en miði á aðrar sýningar eftir það er á 5.500 krónur. „Við nálgumst þetta eins og tvær frumsýningar. Það er bæði núna á morgun og svo annan í jólum sem við köllum hátíðarsýningu. Það er atriði fyrir mörgum sem hafa komið á annan í jólum í mörg ár, að halda í hefðina. Þannig við erum eiginlega með tvöfalda frumsýningu,“ segir Júlía.Meiri ró í hópnum Það er gamalgróin hjátrú í leikhúsi að önnur sýning sé ekki nándar jafn góð og frumsýningin. Júlía segir þó að leikhúsgestir sem koma á annan í jólum hafi ekkert að óttast og að margir hafi tekið vel í það að koma fyrir jól. „Kortagestirnir, sem eru frumsýningarkortagestir, skiptast eiginlega í tvennt. Öðrum helmingnum finnst fínt að koma fyrir jól en hinn vill halda í hefðina og koma á annan í jólum. Svo er reyndar, það er svo fyndið með þessa aðra sýningu. Þessi mýta er einhvernvegin í gangi en hún er oft bara ekki verri af því að edge-ið er komið af þannig það eru allir rólegri. Ekki sama stressið. Það er svona meiri ró í hópnum.“ Leikmyndin er þannig upp sett að ekki er hægt að nýta 140 sæti af þeim 500 sem eru í salnum. „Þetta er alveg stór hluti. Þannig það er eiginlega bara með því að hafa tvær sýningar er þetta rétt rúmlega sætafjöldinn á eina sýningu með öllum sætum. Þetta kemur nánast út á sléttu.“
Menning Tengdar fréttir Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00