Guðni Th. mest gúgglaði Íslendingurinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 13:41 Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands 1. ágúst í sumar. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er sá einstaklingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu. Guðni var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu. Þetta kemur fram í úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Forsetinn var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en sá sem næstur er á listanum. Í öðru sætinu er bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður tæplega 20 þúsund sinnum. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn árið 2015. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins í apríl. Þá er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti í fjórða sæti og Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hreppir fimmta sætið.Áhugi á Gumma Ben rauk upp í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiAthafnamaðurinn björn Steinbekk er í sjötta sæti en hann var mjög áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu. Þá kemur íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson nýr inn á listann, en hann naut gífurlega vinsælda þegar hann lýsti leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk raunar upp í kringum Evrópumótið.Fjallið vinsælastur erlendis Sá Íslendingur sem heimurinn hefur hvað mestan áhuga á er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, en um 1,6 milljónir manna flettu honum upp á árinu. Hafþór fer sem kunnugt er með hlutverk The Mountain í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men í öðru sæti en um það bile in og hálf milljón manns gúggluðu sveitina á árinu. Þá er hljómsveitin Kaleo í því þriðja en tæplega 1,4 milljónir flettu fjórmenningunum upp. Þá vermir Björk fjórða sætið, listamaðurinn Erró er í því fimmta og Gunnar Nelson í sjötta sæti.Þessi voru vinsælust erlendis.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiKnattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og crossfit-drottningin Sara Sigmundsdóttir sitja saman í sjöunda og áttunda sæti listans. Ragnar Sigurðsson vekur athygli erlendis sem og hér heima og vermir níunda sæti listans. Þá er leitarorðið Miss Iceland í því tíunda og á Arna Ýr Jónsdóttir eflaust mikið í því eftir að hún lét aðstandendur Miss Grand International kepninnar hafa það óþvegið og hætti keppni. Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er sá einstaklingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu. Guðni var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu. Þetta kemur fram í úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Forsetinn var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en sá sem næstur er á listanum. Í öðru sætinu er bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður tæplega 20 þúsund sinnum. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn árið 2015. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins í apríl. Þá er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti í fjórða sæti og Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hreppir fimmta sætið.Áhugi á Gumma Ben rauk upp í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiAthafnamaðurinn björn Steinbekk er í sjötta sæti en hann var mjög áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu. Þá kemur íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson nýr inn á listann, en hann naut gífurlega vinsælda þegar hann lýsti leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk raunar upp í kringum Evrópumótið.Fjallið vinsælastur erlendis Sá Íslendingur sem heimurinn hefur hvað mestan áhuga á er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, en um 1,6 milljónir manna flettu honum upp á árinu. Hafþór fer sem kunnugt er með hlutverk The Mountain í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men í öðru sæti en um það bile in og hálf milljón manns gúggluðu sveitina á árinu. Þá er hljómsveitin Kaleo í því þriðja en tæplega 1,4 milljónir flettu fjórmenningunum upp. Þá vermir Björk fjórða sætið, listamaðurinn Erró er í því fimmta og Gunnar Nelson í sjötta sæti.Þessi voru vinsælust erlendis.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiKnattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og crossfit-drottningin Sara Sigmundsdóttir sitja saman í sjöunda og áttunda sæti listans. Ragnar Sigurðsson vekur athygli erlendis sem og hér heima og vermir níunda sæti listans. Þá er leitarorðið Miss Iceland í því tíunda og á Arna Ýr Jónsdóttir eflaust mikið í því eftir að hún lét aðstandendur Miss Grand International kepninnar hafa það óþvegið og hætti keppni. Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira