Erlent

Tugir látnir eftir sprengingarnar á flugeldamarkaðnum í Mexíkó

Atli Ísleifsson skrifar
Mexíkóskir fjölmiðlar segja að á markaðnum hafi verið allt að 300 tonn af flugeldum.
Mexíkóskir fjölmiðlar segja að á markaðnum hafi verið allt að 300 tonn af flugeldum. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 31 er nú látinn eftir að eldur kom upp á flugeldamarkaði fyrir utan Mexíkóborg í gærdag. Rúmlega sjötíu til viðbótar slösuðust.

Sprengingarnar urðu á San Pablito markaðnum í Tultepec, um 32 kílómetrum frá mexíkósku höfuðborginni.

Á myndskeiðum má sjá þær gríðarlegu sprengingar sem urðu á svæðinu og hefur lögregla beint þeim orðum til almennings að nálgast ekki svæðið af ótta við frekari sprengingar.

Í frétt BBC segir að ekki liggi fyrir hvað olli sprengingunum.

Eruviel Avila, ríkisstjóri Mexíkó-ríkis, segir að sum börn hafi hlotið brunasár á meira en 90 prósent líkamans og hafi mörg verið flutt til bandarísku borgarinnar Galveston í Texas til aðhlynningar.

Lík flestra sem fórust í sprengingunum eru svo illa farin að nauðsynlegt er að taka lífsýni til að bera kennsl á þau.

Mexíkóskir fjölmiðlar segja að á markaðnum hafi verið allt að 300 tonn af flugeldum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×