Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Sveinn Arnarsson skrifar 21. desember 2016 07:00 Alda Hörnn Jóhannesdóttir rannsakaði mál lögreglumanns án þess að hafa skriflega heimild fyrir því frá rikissaksóknara. Ekkert kom út úr rannsókn Öldu Hrannar. Mál á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna svokallaðs LÖKE-máls hefur verið fellt niður. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, telur eftir rannsókn málsins litlar líkur á sakfellingu. Málið á rætur sínar að rekja til LÖKE-málsins svokallaða, en Alda Hrönn rannsakaði það á þeim tíma þegar hún var staðgegngill lögreglustjóra á suðurnesjum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að dreift hefði verið myndum úr lokuðu kerfi lögreglunna, hafi verið unnin. Deilt er um hvort Alda Hrönn hafi haft vald til þess að hefja rannsókn á samskiptum lögreglumannsins. Málið var fyrst skráð í apríl 2014 í skráarkerfi lögreglu en rannsókn Öldu Hrannar hófst hins vegar í að öllum líkindum í byrjun september árið áður. Samkvæmt lögreglulögum hafi hún ekki haft vald til að rannsaka störf lögreglumanns. Aðeins ríkissaksóknari hafi haft það vald. Samkvæmt gögnum setts héraðssaksóknara var Öldu Hrönn gefin munnleg heimild til rannsóknar málsins.Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, tók ekki að sér rannsókn málsins vegna vanhæfisVísir/PjeturGarðar Steinn Ólafsson, lögfræðingur Gunnars Scheving Thorsteinssonar, segist ætla að áfrýja niðurstöðunni til setts ríkissaksóknara, Boga Nilssonar. Það sé eftiráskýring að Alda Hrönn hafi fengið munnlega heimild. „Það vantar að skýrsla sé tekin af brotaþolum sjálfum sem og að settur héraðssaksóknari fékk lögreglumann til aðstoðar seint og um síðir og því margt skrýtið við þessa niðurstöðu,“ segir Garðar Steinn „Ríkissaksóknari getur ekki sett fram nein skjöl um að hann feli sakborningi rannsókn. Ástæðan er sú að þessi fyrirmæli voru ekki gefin fyrr en í apríl 2014, þegar málið er loks skráð. Frekari rannsókn mun vonandi leiða í ljós að Alda Hrönn hafði lagalega ábyrgð á óeðlilegum aðgerðum. Vegna vanhæfis var Bogi Nilsson settur ríkissaksóknari í málinu og var Lúðvík Bergvinsson settur sem héraðssaksóknari sem rannsakaði málið Í kærunni á hendur Öldu Hrönn er henni gefið að sök að hafa rannsakað mál án þess að hafa heimild til þess. „Brot Öldu Hrannar áttu sér stað þegar hún var varalögreglustjóri og þannig lögreglumaður sem fór með lögregluvald á tímabilinu 3. eða 4. september 2013 til a.m.k. 9. júlí 2014. Þá er hún ein starfsmaður lögreglu sem aðallögfræðingur LRH,“ segir í kærunni. Enn fremur segir að Alda Hrönn hafi aflað illa fenginna trúnaðargagna frá fyrrum maka Gunnars Schevings og notaði þau til að hefja einkarannsókn á Gunnari og tveimur öðrum einstaklingum. Að mati Gunnars hóf hún rannsóknina án þess að hafa rökstuddan grun um refsiverða háttsemi og án þess að efni málsins heyrði undir lögregluumdæmið á Suðurnesjum. Gunnar segir Öldu Hrönn hafa hafið sex mánaða einkarannsókn á sér. Eftir þessa sex mánuði hafi Alda síðan skrifað greinargerð um rannsóknina sem leiddi svo til ákæru. „Hún bar á mig kynferðisglæpi, víðtækar persónunjósnir og umfangsmikinn stuld á gögnum úr kerfum lögreglu,“ segir í kærunni.Lúðvík Bergveinsson, settur héraðssaksóknari.Alda Hrönn skráði málið aldreiÞegar niðurstöður Lúðvíks Bergvinssonar eru skoðaðar kemur fram að lögreglan virðist vera slök í því að skrá niður störf sín. Sérstaklega þegar kemur að þessu máli. Munnlega heimildir saksóknara til að veita Öldu Hrönn umboð til rannsóknar sakamáls eru ekki dregnar í efa af settum héraðssaksóknara. Hinsvegar spyr hann ríkissaksóknara ekki út í það hvort hann hafi gefið heimildina eða ekki. Héraðssaksóknar tekur ekki skýrslu af ríkissaksóknara heldur biður hana aðeins um upplýsingar í formi spurninga í bréfaskiptum. Að mati Lúðvíks lágu samt takmarkaðar upplýsingar fyrir um rannsókn málsins þar sem skrifleg gögn varðandi rannsóknina voru af skornum skammti, bæði hvað varðaði rannsóknina sjálfa og samskipti ríkissaksóknar við Lögregluna á Suðurnesjum varðandi heimildir og rannsóknarfyrirmæli. Þá lá það snemma fyrir að upplýsingar um framvindu rannsóknar málsins voru ekki skráðar í LÖKE kerfi lögreglu fyrr en þann 3. apríl 2014 af ríkissaksóknara. Þannig að málið fékk aldrei rannsóknarnúmer hjá lögreglunni á Suðurnesjum þar sem rannsóknin var ekki skráð í skráningarkerfi þess embættis. Skriflegar upplýsingar um rannsókn Öldu Hrannar á málinu og merðferð embættisins á Suðurnmesjum á meðferð málsins af afar skornum skammti.„Ákvörðun eingöngu byggð á frásögn“Í minnisblaði hjá embætti ríkissaksóknara frá apríl 2014 kemur fram að ríkissaksóknari hafi verið upplýstur af Öldu Hrönn um samskipi Öldu Hrannar við talskonu Stígamóta. Talskona Stígamóta hafi verið kynnt málið í byrjun september af ónafngreindum heimildamnni. Talskona Stígamóta hafi verið tjáð að lögreglumaður í Reykjavík héldi úti Facebook síðu og ekki væri loku fyrir það skotið að þeir sem að síðunni stóðu hafi framið kynferðisbrot gegn stúlkum sem þar er fjallað um. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að í september 2013 hafi verið von á upplýsingum sem gætu varðað kynferðisbrot lögreglumanns í starfi. „Á þessum tímapunkti hafði lögregla ekki fengið nokkur gögn eða upplýsingar um möguleg kynferðisbrot þeirra sem stóðu að umræddri Facebook síðu, ef undan er skilin frásögn talskonu [Stígamóta] sem hún gaf kærðu á fundi þann 4. eða 5. september 2013. Á þeim tímapunkti gat ákvörðun um að fela lögreglu á Suðurnesjum rannsókn málsins því ekki byggt á öðru en frásögn kærðu um fund hennar með talskonu [Stígamóta],“ segir í niðurstöðum Lúðvíks. Einnig kemur fram að samskipti lögregluembætta hafi verið að einhverju leyti óformleg, símleiðis eða þannig að ekki sé með nokkru móti hægt að skoða þau samskipti nægilega. Einnig vanti samskipti og skráningu samskipta. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari, ritar bréfið til Öldu Hrannar þann 16. desember síðastliðinn. Samdægurs fór Lúðvík utan og kemur aftur til landsins þann 5. janúar.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sendi mjög óvænt frá sér yfirlýsingu á miðnætiVísir/PjeturYfirlýsing Öldu Hrannar.Alda Hrönn Jóhannesdóttir sendi óvænt frá sér fréttatilkynningu í gærkvöld þar sem hún fagnar því að kæran hafi verið felld niður af héraðssaksóknara. Fréttablaðið hafði þá verið að vinna í málinu þann daginn en ekki náð á Öldu Hrönn. Yfirlýsingin fer hér á eftir í heild sinniSettur héraðssaksóknari hefur fellt niður mál er varðar aðkomu mína að máli lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og tveggja annarra aðila á meðan ég gegndi stöðu yfirlögfræðings hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Kemst settur héraðssaksóknari að því að ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem styðji þær ásakanir sem á mig voru bornar og voru tilefni rannsóknarinnar. Niðurstaða setts héraðssaksóknara er afdráttarlaus en þar segir meðal annars;„Eins og mál þetta liggur fyrir er þó ekkert sem bendir til þess að kærða hafi í heimildarleysi rannsakað málið, aflað upplýsinga, dreift nektarmyndum eða borið rangar sakargiftir á kærendur. Enn fremur hafa ekki komið fram neinar upplýsingar sem færa rök að því að kærða hafi veitt fjölmiðlum upplýsingar sem leynt áttu að fara, eða dreift þeim með ólögmætum hætti, líkt og haldið er fram í kæru.Þvert á móti verður að líta svo á að aðkoma kærðu að málinu hafi verið í samræmi við munnleg fyrirmæli ríkissaksóknara, eins og upplýsingar um þau fyrirmæli liggja fyrir.[...]“Jafnframt segir í niðurstöðu setts héraðssaksóknara;„Að mati setts héraðssaksóknara hefur því ekkert komið fram við rannsóknina sem bendir til þess að kærða, Alda Hrönn, hafi gerst sek um brot á ákvæðum lögreglulaga nr. 90/1996, ákvæðum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 eða annarra ákvæða sérrefsilaga eða almennra hegningarlaga sem vísað er til í kærum.“Alda Hrönn Jóhannsdóttir:„Það er afar þungbært að vera borin sökum algerlega að tilefnislausu, bæði í kæru og í fjölmiðlum, og þurfa að sæta því að vera leyst frá störfum fyrir það eitt að vinna starf mitt lögum samkvæmt og af fyllstu fagmennsku. Það er gott að rannsókninni sé loksins lokið. Ég hef ávallt haldið fram sakleysi mínu af þeim fráleitu ásökunum sem á mig voru bornar og staðfestir niðurstaða setts héraðssaksóknara með ótvíræðum hætti að engin fótur var fyrir þeim.ˮAlda Hrönn Jóhannsdóttir Aðallögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mál á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna svokallaðs LÖKE-máls hefur verið fellt niður. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, telur eftir rannsókn málsins litlar líkur á sakfellingu. Málið á rætur sínar að rekja til LÖKE-málsins svokallaða, en Alda Hrönn rannsakaði það á þeim tíma þegar hún var staðgegngill lögreglustjóra á suðurnesjum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að dreift hefði verið myndum úr lokuðu kerfi lögreglunna, hafi verið unnin. Deilt er um hvort Alda Hrönn hafi haft vald til þess að hefja rannsókn á samskiptum lögreglumannsins. Málið var fyrst skráð í apríl 2014 í skráarkerfi lögreglu en rannsókn Öldu Hrannar hófst hins vegar í að öllum líkindum í byrjun september árið áður. Samkvæmt lögreglulögum hafi hún ekki haft vald til að rannsaka störf lögreglumanns. Aðeins ríkissaksóknari hafi haft það vald. Samkvæmt gögnum setts héraðssaksóknara var Öldu Hrönn gefin munnleg heimild til rannsóknar málsins.Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, tók ekki að sér rannsókn málsins vegna vanhæfisVísir/PjeturGarðar Steinn Ólafsson, lögfræðingur Gunnars Scheving Thorsteinssonar, segist ætla að áfrýja niðurstöðunni til setts ríkissaksóknara, Boga Nilssonar. Það sé eftiráskýring að Alda Hrönn hafi fengið munnlega heimild. „Það vantar að skýrsla sé tekin af brotaþolum sjálfum sem og að settur héraðssaksóknari fékk lögreglumann til aðstoðar seint og um síðir og því margt skrýtið við þessa niðurstöðu,“ segir Garðar Steinn „Ríkissaksóknari getur ekki sett fram nein skjöl um að hann feli sakborningi rannsókn. Ástæðan er sú að þessi fyrirmæli voru ekki gefin fyrr en í apríl 2014, þegar málið er loks skráð. Frekari rannsókn mun vonandi leiða í ljós að Alda Hrönn hafði lagalega ábyrgð á óeðlilegum aðgerðum. Vegna vanhæfis var Bogi Nilsson settur ríkissaksóknari í málinu og var Lúðvík Bergvinsson settur sem héraðssaksóknari sem rannsakaði málið Í kærunni á hendur Öldu Hrönn er henni gefið að sök að hafa rannsakað mál án þess að hafa heimild til þess. „Brot Öldu Hrannar áttu sér stað þegar hún var varalögreglustjóri og þannig lögreglumaður sem fór með lögregluvald á tímabilinu 3. eða 4. september 2013 til a.m.k. 9. júlí 2014. Þá er hún ein starfsmaður lögreglu sem aðallögfræðingur LRH,“ segir í kærunni. Enn fremur segir að Alda Hrönn hafi aflað illa fenginna trúnaðargagna frá fyrrum maka Gunnars Schevings og notaði þau til að hefja einkarannsókn á Gunnari og tveimur öðrum einstaklingum. Að mati Gunnars hóf hún rannsóknina án þess að hafa rökstuddan grun um refsiverða háttsemi og án þess að efni málsins heyrði undir lögregluumdæmið á Suðurnesjum. Gunnar segir Öldu Hrönn hafa hafið sex mánaða einkarannsókn á sér. Eftir þessa sex mánuði hafi Alda síðan skrifað greinargerð um rannsóknina sem leiddi svo til ákæru. „Hún bar á mig kynferðisglæpi, víðtækar persónunjósnir og umfangsmikinn stuld á gögnum úr kerfum lögreglu,“ segir í kærunni.Lúðvík Bergveinsson, settur héraðssaksóknari.Alda Hrönn skráði málið aldreiÞegar niðurstöður Lúðvíks Bergvinssonar eru skoðaðar kemur fram að lögreglan virðist vera slök í því að skrá niður störf sín. Sérstaklega þegar kemur að þessu máli. Munnlega heimildir saksóknara til að veita Öldu Hrönn umboð til rannsóknar sakamáls eru ekki dregnar í efa af settum héraðssaksóknara. Hinsvegar spyr hann ríkissaksóknara ekki út í það hvort hann hafi gefið heimildina eða ekki. Héraðssaksóknar tekur ekki skýrslu af ríkissaksóknara heldur biður hana aðeins um upplýsingar í formi spurninga í bréfaskiptum. Að mati Lúðvíks lágu samt takmarkaðar upplýsingar fyrir um rannsókn málsins þar sem skrifleg gögn varðandi rannsóknina voru af skornum skammti, bæði hvað varðaði rannsóknina sjálfa og samskipti ríkissaksóknar við Lögregluna á Suðurnesjum varðandi heimildir og rannsóknarfyrirmæli. Þá lá það snemma fyrir að upplýsingar um framvindu rannsóknar málsins voru ekki skráðar í LÖKE kerfi lögreglu fyrr en þann 3. apríl 2014 af ríkissaksóknara. Þannig að málið fékk aldrei rannsóknarnúmer hjá lögreglunni á Suðurnesjum þar sem rannsóknin var ekki skráð í skráningarkerfi þess embættis. Skriflegar upplýsingar um rannsókn Öldu Hrannar á málinu og merðferð embættisins á Suðurnmesjum á meðferð málsins af afar skornum skammti.„Ákvörðun eingöngu byggð á frásögn“Í minnisblaði hjá embætti ríkissaksóknara frá apríl 2014 kemur fram að ríkissaksóknari hafi verið upplýstur af Öldu Hrönn um samskipi Öldu Hrannar við talskonu Stígamóta. Talskona Stígamóta hafi verið kynnt málið í byrjun september af ónafngreindum heimildamnni. Talskona Stígamóta hafi verið tjáð að lögreglumaður í Reykjavík héldi úti Facebook síðu og ekki væri loku fyrir það skotið að þeir sem að síðunni stóðu hafi framið kynferðisbrot gegn stúlkum sem þar er fjallað um. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að í september 2013 hafi verið von á upplýsingum sem gætu varðað kynferðisbrot lögreglumanns í starfi. „Á þessum tímapunkti hafði lögregla ekki fengið nokkur gögn eða upplýsingar um möguleg kynferðisbrot þeirra sem stóðu að umræddri Facebook síðu, ef undan er skilin frásögn talskonu [Stígamóta] sem hún gaf kærðu á fundi þann 4. eða 5. september 2013. Á þeim tímapunkti gat ákvörðun um að fela lögreglu á Suðurnesjum rannsókn málsins því ekki byggt á öðru en frásögn kærðu um fund hennar með talskonu [Stígamóta],“ segir í niðurstöðum Lúðvíks. Einnig kemur fram að samskipti lögregluembætta hafi verið að einhverju leyti óformleg, símleiðis eða þannig að ekki sé með nokkru móti hægt að skoða þau samskipti nægilega. Einnig vanti samskipti og skráningu samskipta. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari, ritar bréfið til Öldu Hrannar þann 16. desember síðastliðinn. Samdægurs fór Lúðvík utan og kemur aftur til landsins þann 5. janúar.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sendi mjög óvænt frá sér yfirlýsingu á miðnætiVísir/PjeturYfirlýsing Öldu Hrannar.Alda Hrönn Jóhannesdóttir sendi óvænt frá sér fréttatilkynningu í gærkvöld þar sem hún fagnar því að kæran hafi verið felld niður af héraðssaksóknara. Fréttablaðið hafði þá verið að vinna í málinu þann daginn en ekki náð á Öldu Hrönn. Yfirlýsingin fer hér á eftir í heild sinniSettur héraðssaksóknari hefur fellt niður mál er varðar aðkomu mína að máli lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og tveggja annarra aðila á meðan ég gegndi stöðu yfirlögfræðings hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Kemst settur héraðssaksóknari að því að ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem styðji þær ásakanir sem á mig voru bornar og voru tilefni rannsóknarinnar. Niðurstaða setts héraðssaksóknara er afdráttarlaus en þar segir meðal annars;„Eins og mál þetta liggur fyrir er þó ekkert sem bendir til þess að kærða hafi í heimildarleysi rannsakað málið, aflað upplýsinga, dreift nektarmyndum eða borið rangar sakargiftir á kærendur. Enn fremur hafa ekki komið fram neinar upplýsingar sem færa rök að því að kærða hafi veitt fjölmiðlum upplýsingar sem leynt áttu að fara, eða dreift þeim með ólögmætum hætti, líkt og haldið er fram í kæru.Þvert á móti verður að líta svo á að aðkoma kærðu að málinu hafi verið í samræmi við munnleg fyrirmæli ríkissaksóknara, eins og upplýsingar um þau fyrirmæli liggja fyrir.[...]“Jafnframt segir í niðurstöðu setts héraðssaksóknara;„Að mati setts héraðssaksóknara hefur því ekkert komið fram við rannsóknina sem bendir til þess að kærða, Alda Hrönn, hafi gerst sek um brot á ákvæðum lögreglulaga nr. 90/1996, ákvæðum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 eða annarra ákvæða sérrefsilaga eða almennra hegningarlaga sem vísað er til í kærum.“Alda Hrönn Jóhannsdóttir:„Það er afar þungbært að vera borin sökum algerlega að tilefnislausu, bæði í kæru og í fjölmiðlum, og þurfa að sæta því að vera leyst frá störfum fyrir það eitt að vinna starf mitt lögum samkvæmt og af fyllstu fagmennsku. Það er gott að rannsókninni sé loksins lokið. Ég hef ávallt haldið fram sakleysi mínu af þeim fráleitu ásökunum sem á mig voru bornar og staðfestir niðurstaða setts héraðssaksóknara með ótvíræðum hætti að engin fótur var fyrir þeim.ˮAlda Hrönn Jóhannsdóttir Aðallögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira