Stjórnarmyndun, stéttabarátta og málamiðlanir Torfi H. Tulinius skrifar 21. desember 2016 07:00 Þau sem fara fyrir flokkunum fimm sem hafa reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn frá miðju til vinstri eru geðþekkar manneskjur. Enginn efast um einlægan vilja þeirra til að finna samstarfsflöt án þess að fórna of miklu af stefnumálum sínum. Samt hefur ekki gengið saman með þeim. Gæti skýringin verið að menn hafi misst sjónar á því hvar hagsmunir fjöldans liggja? Á það til dæmis við um Pírata og Bjarta framtíð sem hafna skiptingu milli vinstri og hægri og kalla eftir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum? Auðvelt er að samsinna því að gott sé að festast ekki í skotgröfum og að starfshætti megi ávallt bæta. Það breytir ekki því að mikill meirihluti verðmæta landsmanna er í höndum fámenns hóps eignamanna og að bilið milli þeirra og hinna er að aukast. Ekki bætir úr skák að þau kerfi samfélagsins sem hafa gert misskiptinguna bærilega hafa veikst. Það er hagur meginþorra landsmanna að snúa þessari þróun við. Miðjustjórn í þágu almennings hlýtur að taka mið af því. Annars halda helstu stoðir samfélagsins áfram að drabbast niður: heilbrigðiskerfið, velferðin, samgöngurnar, skólarnir, rannsóknir og nýsköpun, m.ö.o. allt sem gerir samfélag okkar manneskjulegt og býr það undir framtíðina. Það verður að sækja fjármunina þangað sem þeir eru. Á Norðurlöndum og víða í Vestur-Evrópu eru hærri skattþrep fyrir þá tekjumeiri og skattar á stóreignafólk. Þetta er viðurkenning á því að það er samfélagið sem gerir þessu fólki kleift að auðgast og því sé eðlilegt að það taki þátt í að halda því við. Þetta á íslensk efnastétt erfitt með að viðurkenna.Óbilgjörn auðmannastétt Fréttir herma að stjórnarmyndun hafi siglt í strand vegna þess að ekki var samkomulag um tekjuhlið ríkisfjármála, m.ö.o. um að skattleggja þá efnameiri. Einn af flokkunum sem komu að umræddum viðræðum, Viðreisn, á rætur hjá stóreignafólki og þeim sem starfa fyrir það. Það er því ekki von að hann vilji efla tekjuöflun ríkisins með þessum hætti. Þótt geðþekkir séu, virðast forystumenn flokksins ekki hafa verið tilbúnir að gefa neitt eftir að þessu leyti. Þeir hafa staðið með hagsmunum fámennrar stéttar gegn fjöldanum. Í viðleitni sinni til að ná saman virðast hinir flokkarnir fjórir hafa verið misjafnlega meðvitaðir um að í gangi væri stéttabarátta. Nú er eins og línur hafi skýrst. Framsóknarflokkurinn er að uppruna og upplagi félagslega sinnaður og hefur nú skákað auðmanninum sem var formaður um skeið út í horn. Í ljósi þess að nauðsynlegt er að styrkja tekjuhlið ríkisfjármála og Viðreisn virðist ekki vilja málamiðlanir er rétt að Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn kanni samstarf við Framsókn. Þá þarf aðrar málamiðlanir en þær eru líklega skárri en að óbilgjörn og skammsýn auðmannastétt setji öðrum skilyrði sem eru óásættanleg ef endurreisa á velferð, menntun og nýsköpun á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Þau sem fara fyrir flokkunum fimm sem hafa reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn frá miðju til vinstri eru geðþekkar manneskjur. Enginn efast um einlægan vilja þeirra til að finna samstarfsflöt án þess að fórna of miklu af stefnumálum sínum. Samt hefur ekki gengið saman með þeim. Gæti skýringin verið að menn hafi misst sjónar á því hvar hagsmunir fjöldans liggja? Á það til dæmis við um Pírata og Bjarta framtíð sem hafna skiptingu milli vinstri og hægri og kalla eftir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum? Auðvelt er að samsinna því að gott sé að festast ekki í skotgröfum og að starfshætti megi ávallt bæta. Það breytir ekki því að mikill meirihluti verðmæta landsmanna er í höndum fámenns hóps eignamanna og að bilið milli þeirra og hinna er að aukast. Ekki bætir úr skák að þau kerfi samfélagsins sem hafa gert misskiptinguna bærilega hafa veikst. Það er hagur meginþorra landsmanna að snúa þessari þróun við. Miðjustjórn í þágu almennings hlýtur að taka mið af því. Annars halda helstu stoðir samfélagsins áfram að drabbast niður: heilbrigðiskerfið, velferðin, samgöngurnar, skólarnir, rannsóknir og nýsköpun, m.ö.o. allt sem gerir samfélag okkar manneskjulegt og býr það undir framtíðina. Það verður að sækja fjármunina þangað sem þeir eru. Á Norðurlöndum og víða í Vestur-Evrópu eru hærri skattþrep fyrir þá tekjumeiri og skattar á stóreignafólk. Þetta er viðurkenning á því að það er samfélagið sem gerir þessu fólki kleift að auðgast og því sé eðlilegt að það taki þátt í að halda því við. Þetta á íslensk efnastétt erfitt með að viðurkenna.Óbilgjörn auðmannastétt Fréttir herma að stjórnarmyndun hafi siglt í strand vegna þess að ekki var samkomulag um tekjuhlið ríkisfjármála, m.ö.o. um að skattleggja þá efnameiri. Einn af flokkunum sem komu að umræddum viðræðum, Viðreisn, á rætur hjá stóreignafólki og þeim sem starfa fyrir það. Það er því ekki von að hann vilji efla tekjuöflun ríkisins með þessum hætti. Þótt geðþekkir séu, virðast forystumenn flokksins ekki hafa verið tilbúnir að gefa neitt eftir að þessu leyti. Þeir hafa staðið með hagsmunum fámennrar stéttar gegn fjöldanum. Í viðleitni sinni til að ná saman virðast hinir flokkarnir fjórir hafa verið misjafnlega meðvitaðir um að í gangi væri stéttabarátta. Nú er eins og línur hafi skýrst. Framsóknarflokkurinn er að uppruna og upplagi félagslega sinnaður og hefur nú skákað auðmanninum sem var formaður um skeið út í horn. Í ljósi þess að nauðsynlegt er að styrkja tekjuhlið ríkisfjármála og Viðreisn virðist ekki vilja málamiðlanir er rétt að Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn kanni samstarf við Framsókn. Þá þarf aðrar málamiðlanir en þær eru líklega skárri en að óbilgjörn og skammsýn auðmannastétt setji öðrum skilyrði sem eru óásættanleg ef endurreisa á velferð, menntun og nýsköpun á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar