Enski boltinn

Allt í klessu í Messu: Pennum hent, síma svarað í beinni og veikur Hjörvar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Messan var á dagskrá á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi eins og öll mánudagskvöld en þar var 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp af þeim Gumma Ben, Hjörvari Hafliðasyni og Arnari Gunnlaugssyni.

Undir lokin fór allt í klessu í Messunni þegar Arnar vildi vita af hverju Hjörvar Hafliðason vill ekki sjá Wayne Rooney bæta markamet Bobby Charlton hjá Manchester United.

Hjörvar missti þá penna í gólfið sem Gummi Ben hafði gaman að, en um leið og það gerðist hringdi síminn í beinni útsendingu hjá Arnari Gunnlaugssyni.

Mikið gaman, mikið fjör - en Gummi Ben ræddi svo við Hjörvar um veikindi hans. Markvörðurinn fyrrverandi kláraði nefnilega þáttinn í gær fárveikur.

Þessar eldhressu lokamínútur má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×