Innflutningsbann á fersku kjöti fer fyrir EFTA-dómstólinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 13:11 Innflutningstakmarkanir eru á innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. vísir/getty Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins er varða innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EFTA en þar segir að innflutningstakmarkanir á Íslandi leiði af sér „ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.“ Samtök verslunar og þjónustu sendu þann 6. desember 2011 kvörtun á ESA vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð Evrópusambandsins um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögu um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. Töldu samtökin að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti gengu gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga. Í tilkynningu frá SVÞ segir að ESA hafi nú komist að sömu niðurstöðu, það er að núgildandi lög sem snúa að innflutningi á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum sé andstæð EES-samningnum. „Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ er haft eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni hjá ESA, í tilkynningu stofnunarinnar en hana má lesa í heild sinni hér að neðan:Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins varðandi innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Innflutningstakmarkanirnar á Íslandi leiða af sér ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.„Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá ESA.Aðalmarkmið reglna um flutning matvöru á EES-svæðinu er að stuðla að og bæta heilbrigðiseftirlit í upprunalandi vöru til að tryggja öryggi manna og dýra en samtímis er eftirlit á viðtökustað minnkað til að auka skilvirkni og auðvelda viðskipti.Þetta gildir því einnig um íslenskar útflutningsvörur sem fluttar eru til EES-ríkja. Þær undigangast eftirlit á Íslandi áður en þær eru fluttar út.„Reglurnar byggjast á gagnkvæmu trausti milli EES ríkja,“ segir Helga Jónsdóttir.Íslensk löggjöf er nú þannig að sækja þarf um leyfi fyrir innflutningi á kjötvörum, vörum úr hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Þá ber innflytjendum að framvísa gögnum sem sýna m.a. fram á að ferskt kjöt og aðrar kjötvörur hafi verið geymdar í frysti við -18°C í 30 daga áður en heimilt er að selja vöruna. Löggjöfinni fylgir umfangsmikið eftirlit og krafa er gerð um að innflytjendur leggi fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar, sem gengur þvert á markmið EES reglanna.Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hafa íslensk stjórnvöld verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins er varða innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EFTA en þar segir að innflutningstakmarkanir á Íslandi leiði af sér „ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.“ Samtök verslunar og þjónustu sendu þann 6. desember 2011 kvörtun á ESA vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð Evrópusambandsins um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögu um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. Töldu samtökin að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti gengu gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga. Í tilkynningu frá SVÞ segir að ESA hafi nú komist að sömu niðurstöðu, það er að núgildandi lög sem snúa að innflutningi á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum sé andstæð EES-samningnum. „Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ er haft eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni hjá ESA, í tilkynningu stofnunarinnar en hana má lesa í heild sinni hér að neðan:Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins varðandi innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Innflutningstakmarkanirnar á Íslandi leiða af sér ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.„Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá ESA.Aðalmarkmið reglna um flutning matvöru á EES-svæðinu er að stuðla að og bæta heilbrigðiseftirlit í upprunalandi vöru til að tryggja öryggi manna og dýra en samtímis er eftirlit á viðtökustað minnkað til að auka skilvirkni og auðvelda viðskipti.Þetta gildir því einnig um íslenskar útflutningsvörur sem fluttar eru til EES-ríkja. Þær undigangast eftirlit á Íslandi áður en þær eru fluttar út.„Reglurnar byggjast á gagnkvæmu trausti milli EES ríkja,“ segir Helga Jónsdóttir.Íslensk löggjöf er nú þannig að sækja þarf um leyfi fyrir innflutningi á kjötvörum, vörum úr hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Þá ber innflytjendum að framvísa gögnum sem sýna m.a. fram á að ferskt kjöt og aðrar kjötvörur hafi verið geymdar í frysti við -18°C í 30 daga áður en heimilt er að selja vöruna. Löggjöfinni fylgir umfangsmikið eftirlit og krafa er gerð um að innflytjendur leggi fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar, sem gengur þvert á markmið EES reglanna.Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hafa íslensk stjórnvöld verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira