Tómas Guðbjartsson segir „fráleitt“ að hann sé einhvers konar leikstjóri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 10:34 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Vísir Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Hann segir það einnig ósatt að hann hafi beitt fyrir sig veikum skjólstæðingum spítalans í því skyni að ná athygli fjölmiðla. Hann segir staðhæfingu landlæknis um að ástandið á Landspítalanum sé ekki slæmt koma á óvart. Mikil umræða hefur skapast um ástandið á Landspítalanum síðustu daga eftir að Tómas birti myndir af gangainnlögnum á Facebook síðu sinni. Þá sagði hann að gangainnlagnir séu meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu sem ætti ekki að þekkjast og benti á að yfirvöld í Svíþjóð beiti spítala dagskektum ef sjúklingar eru látnir liggja á göngum.Sjá einnig:Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: „Er ekki góðæri?“ Í gær sagði Ásmundur Friðiriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töluvert vera af lausum rýmum á sjúkrahúsum allt í kringum Landspítalann í umræðu á Facebook síðu Kjartans Más Kjartanssonar. Hann sakaði Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum svo fréttamenn geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifaði Ásmundur.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Birgir Jakobsson landlæknir að ástandið á Landspítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Tómas svarar Ásmundi og Birgi á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það ósatt að hann hafi notfært sér sjúklinga til að ná athygli fjölmiðla. „Ég sýndi fréttamanni RÚV aðstæður á öllum fimm legudeildunum við Hringbraut. Áður hafði ég fengið til þess tilskilin leyfi innan spítalans. Að sjúklingar á öðrum deildum hafi síðan stigið fram og viljað tjá sig við fréttamann RÚV var ekki að mínu frumkvæði. Það geta viðmælendurnir sjálfir, fjölmargir aðstandendur þeirra (sem einnig gáfu samþykki sitt) og starfsfólk viðkomandi deilda staðfest,“ skrifar Tómas og bætir því við að starfsmenn Landspítala hafi hingað til verið tregir til að tjá sig um ástandið á spítalanum. „Starfsmenn Landspítala hafa hingað til, þar með taldir stjórnendur og millistjórnendur, verið tregir til að tjá sig um þá “hjartsláttaróreglu” sem spítalinn á við að etja og hefur ríkt svo mánuðum og árum skiptir“. Hann segir ummæli landlæknis um að hann hefði brugðist skjótt við og krafið stjórnendur Landspítala um gögn koma á óvart. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala staðfesti í Kastljósi að beiðni um gögn hefði borist fyrr um morguninn. „Það er vissulega hægt að sjúkdómsgreina hjartsláttaróreglu með því þreifa púls með lokuð augu, en við brýnum fyrir læknanemum að auðveldara sé að komast að réttri greiningu með því að þreifa púlsinn um leið og maður horfir á sjúklinginn og hlustar á kvartanir hans.“ Tengdar fréttir Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Hann segir það einnig ósatt að hann hafi beitt fyrir sig veikum skjólstæðingum spítalans í því skyni að ná athygli fjölmiðla. Hann segir staðhæfingu landlæknis um að ástandið á Landspítalanum sé ekki slæmt koma á óvart. Mikil umræða hefur skapast um ástandið á Landspítalanum síðustu daga eftir að Tómas birti myndir af gangainnlögnum á Facebook síðu sinni. Þá sagði hann að gangainnlagnir séu meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu sem ætti ekki að þekkjast og benti á að yfirvöld í Svíþjóð beiti spítala dagskektum ef sjúklingar eru látnir liggja á göngum.Sjá einnig:Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: „Er ekki góðæri?“ Í gær sagði Ásmundur Friðiriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töluvert vera af lausum rýmum á sjúkrahúsum allt í kringum Landspítalann í umræðu á Facebook síðu Kjartans Más Kjartanssonar. Hann sakaði Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum svo fréttamenn geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifaði Ásmundur.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Birgir Jakobsson landlæknir að ástandið á Landspítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Tómas svarar Ásmundi og Birgi á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það ósatt að hann hafi notfært sér sjúklinga til að ná athygli fjölmiðla. „Ég sýndi fréttamanni RÚV aðstæður á öllum fimm legudeildunum við Hringbraut. Áður hafði ég fengið til þess tilskilin leyfi innan spítalans. Að sjúklingar á öðrum deildum hafi síðan stigið fram og viljað tjá sig við fréttamann RÚV var ekki að mínu frumkvæði. Það geta viðmælendurnir sjálfir, fjölmargir aðstandendur þeirra (sem einnig gáfu samþykki sitt) og starfsfólk viðkomandi deilda staðfest,“ skrifar Tómas og bætir því við að starfsmenn Landspítala hafi hingað til verið tregir til að tjá sig um ástandið á spítalanum. „Starfsmenn Landspítala hafa hingað til, þar með taldir stjórnendur og millistjórnendur, verið tregir til að tjá sig um þá “hjartsláttaróreglu” sem spítalinn á við að etja og hefur ríkt svo mánuðum og árum skiptir“. Hann segir ummæli landlæknis um að hann hefði brugðist skjótt við og krafið stjórnendur Landspítala um gögn koma á óvart. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala staðfesti í Kastljósi að beiðni um gögn hefði borist fyrr um morguninn. „Það er vissulega hægt að sjúkdómsgreina hjartsláttaróreglu með því þreifa púls með lokuð augu, en við brýnum fyrir læknanemum að auðveldara sé að komast að réttri greiningu með því að þreifa púlsinn um leið og maður horfir á sjúklinginn og hlustar á kvartanir hans.“
Tengdar fréttir Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07