Fyndnasta en um leið örugglega kaldasta golfhögg ársins | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 10:00 Mynd/instagram/golfgrinders/ Golf er sumaríþrótt fyrir flesta kylfinga en þó ekki alla. Einn sem var ekki sammála því að menn ættu að hvíla kylfurnar yfir háveturinn ákvað að storka vetri konungi. Það fór þó ekki nógu vel því hann endaði hringinn sinn blautur og kaldur. Golf yfir vetrarmánuðina getur boðið upp á nýjar aðstæður fyrir kylfinga og um leið búið til erfiðar ákvarðanir þegar menn reyna allt til að sleppa við víti. Kylfingurinn í myndbandinu hér fyrir neðan var staðráðinn að bjarga sér úr erfiðri stöðu og sleppa við víti eftir að hann missti kúluna af braut og úr á frosið vatn. Það fór hinsvegar ekki alveg eins og hann hafði ætlað. Kappinn lét vissulega vaða en hann hitti ekki kúluna og steinlá síðan á ísnum. Ísinn var ekki þykkari en það að kylfingurinn óheppni braut hann með þessari hörðu lendingu og fór í kjölfarið á bólakaf í ískalt vatnið. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Bronston is "ice cold" when he's under pressure.... @Havenbarlow8 @diddy713 #keepGrinding #funny #Golf #fail #trickshot #espn #fsn #tiger #pga A video posted by Golf (@golfgrinders) on Dec 19, 2016 at 7:35am PST Þar sem að hann hitti ekki kúluna og hún datt síðan ofan í vatnið með honum þá þurfti hann hvort sem er að taka á sig víti. Hvort að hann treysti sér að spila áfram eftir volkið er önnur saga. Úr varð afar fyndið myndband sem rataði inn á golfgrinders instagram-síðunni. Það fylgir ekki alveg sögunni hvað varð um greyið manninn. Hann fékk að minnsta kosti kvef en slapp vonandi við lungabólgu eða eitthvað þeim mun verra. Golf Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Leik lokið: Höttur-Stjarnan 83-86 | Hattarmenn misstu frá sér sigurinn í lokin Körfubolti Leik lokið: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Golf er sumaríþrótt fyrir flesta kylfinga en þó ekki alla. Einn sem var ekki sammála því að menn ættu að hvíla kylfurnar yfir háveturinn ákvað að storka vetri konungi. Það fór þó ekki nógu vel því hann endaði hringinn sinn blautur og kaldur. Golf yfir vetrarmánuðina getur boðið upp á nýjar aðstæður fyrir kylfinga og um leið búið til erfiðar ákvarðanir þegar menn reyna allt til að sleppa við víti. Kylfingurinn í myndbandinu hér fyrir neðan var staðráðinn að bjarga sér úr erfiðri stöðu og sleppa við víti eftir að hann missti kúluna af braut og úr á frosið vatn. Það fór hinsvegar ekki alveg eins og hann hafði ætlað. Kappinn lét vissulega vaða en hann hitti ekki kúluna og steinlá síðan á ísnum. Ísinn var ekki þykkari en það að kylfingurinn óheppni braut hann með þessari hörðu lendingu og fór í kjölfarið á bólakaf í ískalt vatnið. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Bronston is "ice cold" when he's under pressure.... @Havenbarlow8 @diddy713 #keepGrinding #funny #Golf #fail #trickshot #espn #fsn #tiger #pga A video posted by Golf (@golfgrinders) on Dec 19, 2016 at 7:35am PST Þar sem að hann hitti ekki kúluna og hún datt síðan ofan í vatnið með honum þá þurfti hann hvort sem er að taka á sig víti. Hvort að hann treysti sér að spila áfram eftir volkið er önnur saga. Úr varð afar fyndið myndband sem rataði inn á golfgrinders instagram-síðunni. Það fylgir ekki alveg sögunni hvað varð um greyið manninn. Hann fékk að minnsta kosti kvef en slapp vonandi við lungabólgu eða eitthvað þeim mun verra.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Leik lokið: Höttur-Stjarnan 83-86 | Hattarmenn misstu frá sér sigurinn í lokin Körfubolti Leik lokið: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti