Enski boltinn

Liverpool er mest skapandi liðið í toppdeildum Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane skorar sigurmark Liverpool í gærkvöldi.
Sadio Mane skorar sigurmark Liverpool í gærkvöldi. Vísir/Getty
Liverpool er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 1-0 sigur á Everton í Guttagarði í gærkvöldi.

Liverpool lét sér nægja að skora bara eitt mark í leiknum í gær en hefur skorað fleiri mörk en öll önnur lið í ensku úrvalsdeildinni eftir 17 umferð.

Það er þó önnur tölfræði sem er enn merkilegri því samkvæmt upplýsingum Twitter-síðunnar Squawka Football þá hefur ekkert lið í fimm bestu deildum Evrópu skapað sér fleiri færi en Liverpool á tímabilinu.

Lið eins og Barcelona, Real Madrid eða Bayern München ná ekki að halda í við sköpunargleði Liverpool-manna á þessari leiktíð.

Leikmenn Liverpool hafa alls búið til 246 færi í 17 leikjum eða 14,5 að meðaltali í leik.







Samkvæmt tölfræði Whoscored.com síðunnar þá eru níu leikmenn Liverpool og búa til eitt færi eða fleiri fyrir félaga sína í hverjum leik.

Leikmennirnir níu eru:  Philippe Coutinho (2,5 sköpuð færi í leik), Roberto Firmino (2,3), Sadio Mané (1,7), Nathaniel Clyne (1,6), James Milner (1,6), Jordan Henderson (1,6), Georginio Wijnaldum (1,2), Emre Can (1,2) og Adam Lallana (1,1).

Það er því ljóst á því að sköpunargleðin er að koma úr mörgum áttum sem er stór ástæða fyrir því að Liverpool er á toppnum á fyrrnefndum lista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×