Nóvembervelta ferðamanna svipuð og í júlí 2013 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. desember 2016 08:27 Nóvembermánuður er jafnan rólegur í ferðaþjónustu og er það til marks um mikinn vöxt greinarinnar að greiðslukortavelta síðasta mánaðar var svipuð og í júlí 2013. vísir/ernir Erlend greiðslukortavelta nam 15,3 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum en það er 67 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Nóvembermánuður er jafnan rólegur í ferðaþjónustu og er það til marks um mikinn vöxt greinarinnar að greiðslukortavelta síðasta mánaðar var svipuð og í júlí 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar segir að það sem af er þessu ári hafi erlendir ferðamenn greitt um 217 milljarða með kortum sínum samnaborið við 145 milljarða á sama tímabili í fyrra. Greiðslukortavelta fyrstu ellefu mánuði ársins er því um helmingi meiri en á sama tímabili í fyrra og 41 prósent meiri en allt árið 2015. Erlend kortavelta í verslun nam um 1,8 milljarði króna í síðasta mánuði og jókst um 28 prósent frá nóvember í fyrra. Mestur vöxtur var í flokki dagvöru, 59 prósent, og tollfrjálsri verslun, eða 58 prósent. Þá varð veruleg aukning í farþegaflutningum með flugi eða um 170 prósent frá fyrra ári en flokkurinn er sá stærsti í þeim tölum sem Rannsóknarsetrið tekur saman. Velta flokksins í síðasta mánuði nam ríflega 3,6 milljörðum en hluti þeirrar fjárhæðar stafar af erlendri starfsemi flugfélaga. Borið saman við fyrra ár var einnig töluverður vöxtur í öðrum flokkum sem tengjast samgöngum ferðamanna. Þannig jókst kortavelta bílaleiga um 68,3 prósent og velta flokksins „Bensín, viðgerðir og viðhald“ jókst um 84,6 prósent. „Þrátt fyrir styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum er enn gífurleg aukning í sérsniðnar ferðir um landið með leiðsögn samkvæmt því sem kemur fram í flokknum „Ýmis ferðaþjónusta“. Þannig njóta skoðunarferðir um landið ekki síður vinsælda í skammdeginu en á sumrin. Kortavelta í þessum útgjaldaflokki jókst um 78,2% frá nóvember í fyrra og nam tæpum 2,5 milljörðum króna í mánuðinum,“ segir í tilkynningunni. Í nóvember komu 131.723 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 61,4 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta nam 15,3 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum en það er 67 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Nóvembermánuður er jafnan rólegur í ferðaþjónustu og er það til marks um mikinn vöxt greinarinnar að greiðslukortavelta síðasta mánaðar var svipuð og í júlí 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar segir að það sem af er þessu ári hafi erlendir ferðamenn greitt um 217 milljarða með kortum sínum samnaborið við 145 milljarða á sama tímabili í fyrra. Greiðslukortavelta fyrstu ellefu mánuði ársins er því um helmingi meiri en á sama tímabili í fyrra og 41 prósent meiri en allt árið 2015. Erlend kortavelta í verslun nam um 1,8 milljarði króna í síðasta mánuði og jókst um 28 prósent frá nóvember í fyrra. Mestur vöxtur var í flokki dagvöru, 59 prósent, og tollfrjálsri verslun, eða 58 prósent. Þá varð veruleg aukning í farþegaflutningum með flugi eða um 170 prósent frá fyrra ári en flokkurinn er sá stærsti í þeim tölum sem Rannsóknarsetrið tekur saman. Velta flokksins í síðasta mánuði nam ríflega 3,6 milljörðum en hluti þeirrar fjárhæðar stafar af erlendri starfsemi flugfélaga. Borið saman við fyrra ár var einnig töluverður vöxtur í öðrum flokkum sem tengjast samgöngum ferðamanna. Þannig jókst kortavelta bílaleiga um 68,3 prósent og velta flokksins „Bensín, viðgerðir og viðhald“ jókst um 84,6 prósent. „Þrátt fyrir styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum er enn gífurleg aukning í sérsniðnar ferðir um landið með leiðsögn samkvæmt því sem kemur fram í flokknum „Ýmis ferðaþjónusta“. Þannig njóta skoðunarferðir um landið ekki síður vinsælda í skammdeginu en á sumrin. Kortavelta í þessum útgjaldaflokki jókst um 78,2% frá nóvember í fyrra og nam tæpum 2,5 milljörðum króna í mánuðinum,“ segir í tilkynningunni. Í nóvember komu 131.723 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 61,4 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira