Enski boltinn

Staðfesti að Depay hafi óskað eftir sölu frá félaginu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Memphis og Rooney hafa setið töluvert saman á bekknum hjá United í vetur.
Memphis og Rooney hafa setið töluvert saman á bekknum hjá United í vetur. vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti í dag að hollenski leikmaðurinn Memphis Depay væri á förum frá félaginu.

Miklar væntingar voru gerðar til Depay þegar Manchester United greiddi 25 milljónir punda fyrir þjónustu hans frá PSV.

Lék hann 45 leiki í öllum keppnum á fyrsta tímabili sínu undir Louis Van Gaal en hann hefur lítið komið við sögu hjá Jose Mourinho.

Depay hefur aðeins leikið 24 mínútur á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hefur hann óskað eftir sölu frá félaginu.

„Hann hefur ekki fengið tækifæri eftir að hafa óskað eftir sölu frá félaginu í haust, það hefur áhrif á tækifærin hans. Ég gef frekar leikmönnum sem vilja berjast fyrir sæti sínu tækifæri,“ sagði Mourinho og hélt áfram:

„Það er ekki eins og hann hafi slegið í gegn á síðasta tímabili og fái engin tækifæri núna. Ef hann verður áfram hjá okkur mun hann fá tækifæri þegar leikjadagskráin verður þéttari.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×