Innlent

Guðni sá eini af sjötíu sem svaraði kalli vina Færeyja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, við setningu Alþingis í nóvember.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, við setningu Alþingis í nóvember. vísir/vilhelm
Styrktarátak til stuðnings frændum okkar Færeyinga vegna óveðursins sem gekk yfir eyjarnar á jóladag gengur vel að sögn Addyjar Steinarss, annars skipuleggjenda söfnunarinnar. Á sjöunda hundruð þúsund krónur hafa safnast á rúmum sólarhring og greinilegt að fólk tekur vel í framtak þeirra.

Addy segir í samtali við Vísi að þær Rakel Sigurgeirsdóttir hafi sent áskorun á alla þingmennina 63 og ráðherra í núverandi ríkisstjórn auk forseta Íslands. Eitt svar hafi borist til þessa. Frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

„Hann sagðist myndu leggja söfnuninni lið og vekja athygli á henni,“ segir Addy.

Að neðan má sjá svar Guðna.


Stofnun síðunnar má rekja til ársins 2014 þegar áhöfn færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg var neitað um þjónustu við Reykjavíkurhöfn. Við það tilefni mættu þær Addy og Rakel færandi hendi til skipverja með mat og drykk.

Nánar má lesa um söfnunina á fyrrnefndri Facebook-síðu.



Að neðan má svo sjá þegar áhöfnin á Næraberg fékk kökur og gos haustið 2014.


Tengdar fréttir

Vilja launa Færeyingum stuðninginn

Rakel Sigurgeirsdóttir og Addý Steinarrs hvetja Íslendinga til þess að styðja frændþjóð okkar vegna óveðursins sem gekk yfir á jóladag.

Áhöfn Nærabergs þakkar fyrir sig

Stýrimaðurinn á Nærabergi þakkar í bréfi öllum þeim fjölmörgu sem þjónustuðu skipið og sýndu þeim ógleymanlegt vinarþel þegar skipið lá við höfn í Reykjavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×