Viðskipti innlent

Sækir fé til hagræðingar

Svavar Hávarðsson skrifar
Landsnet hagræðir með lántöku.
Landsnet hagræðir með lántöku. vísir/stefán
Landsnet hefur gefið út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadollara – jafnvirði nær 23 milljarða króna. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu útboði og munu ekki verða skráð í Kauphöll.

Bréfin eru að stærstum hluta með gjalddaga eftir tíu til tólf ár og bera að meðaltali 4,56% fasta vexti. Fjármögnunin er liður í því að tryggja Landsneti fé á hagstæðum kjörum til lengri tíma, breyta samsetningu lána og draga úr gengisáhættu.

Tilboð bárust fyrir ríflega 260 milljónir Bandaríkjadollara og var ákveðið að tvöfalda útgáfuna vegna mikils áhuga fjárfesta og góðra kjara.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×