Viðskipti innlent

Seldu nífalt fleiri hátalara um jólin

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Snjallhátalarar frá Amazon.
Snjallhátalarar frá Amazon.
Amazon seldi nífalt fleiri Echo snjallhátalara fyrir þessi jól en jólin 2015. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Amazon. Þó er nákvæmra sölutalna ekki getið en því er haldið fram að milljónir hátalara hafi selst fyrir hátíðarnar.

Hátalararnir eru nú fáanlegir í fleiri löndum en í fyrra og á lægra verði. Útskýrir það því söluaukninguna að hluta.

Þá var Echo sem og minni útgáfan, Echo Dot, einnig á meðal mest seldu græja ársins í Bandaríkjunum og lýsir Amazon í tilkynningunni vandræðum sínum með að anna eftirspurn.

Echo og Echo Dot hátalararnir eru útbúnir stafræna aðstoðarmanninum Alexu. Henni svipar til Siri sem eigendur iPhone þekkja. Nýlega tilkynnti Microsoft um væntanlegan snjallhátalara, sambærilegan Echo, og þá eru einnig fáanlegir snjallhátalarar frá Google er nefnast Home. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×