Bílskúrinn: Heljarinnar björgun og hasar í Belgíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. ágúst 2016 22:45 Nico Rosberg fagnar með sínu liði. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum og Lewis Hamilton vann sig upp um 18 sæti í keppni sem var full af hasar. Fall Ferrari og hinn máttugi, magnaði eða sturlaði Max Verstappen verða til umræðu í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs á Vísi.Ræsingin í Belgíu var upphaf mikillar ólgu sem varði alla keppnina.Vísir/GettyFyrsta beygja skóp keppnina Eftir slaka ræsingu Max Verstappen fóru báðir Ferrari ökumennirnir, Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel samsíða honum inn í fyrstu beygju. Eins og Vettel sagði eftir keppnina þá „er ekki pláss fyrir þrjá bíla í einu þarna í gegn.“ Verstappen var innstur þeirra í beygjunni. Vettel stakk sér of innarlega til að pláss væri fyrir alla bílana í gegn. Raikkonen lokast á milli Verstappen og Vettel. Þetta gerði það að verkum að allir þrír drógust aftur úr hrúgunni. Ferrari ætlaði sér að reyna að nýta fjarveru Hamilton í toppbaráttunni til að safna slatta af stigum. Ferrari fór í það að reyna að lágmarka skaðan eftir skelfilega byrjun. Verstappen náði ekki í stig og ætla má að Ferrari liðið hafi fundið ákveðna huggun í því en hann átti eftir að valda þeim meiri vandræðum þegar á leið.Barátta Verstappen og Raikkonen gekk of langt að mati Raikkonen.Vísir/GettyStappaði Verstappen á tærnar á Raikkonen? Raikkonen reyndi að taka fram úr Verstappen seinna í keppninni á leiðinni inn í fimmtu beygju. Þeir fóru hlið við hlið inn í beygjuna og snertust. Raikkonen þurfti að flýja út úr beygjunni til að forða tjóni. Raikkonen fannst á sér brotið og kvartaði í talstöðinni. „Hann ýtti mér út af brautinni og hegðaði sér hættulega.“ Verstappen missti svo sjálfur bílinn út úr beygjunni. Ekki verður annað séð en að Verstappen hefði verið í lófa lagið og hreinlega borið að rýmka til fyrir Raikkonen svo hann hefði geta ekið inn á brautinni. Í stuttu máli, þá er það mat þess sem þetta skrifar að Verstappen hefði getað sleppt því að þvinga Raikkonen út af brautinni þarna.McLaren bíllinn hefur ekki oft haft tækifæri til að keppa við Mercedes bílin undanfarin ár.Vísir/GettyFernando Alonso á fleygiferð McLaren bíllinn er búinn að vera slakur síðustu tvö tímabil. Ökumenn og starfsfólk liðsins hefur reynt að tala hann upp og allt að því tilgerðarleg bjartsýni þeirra hefur skinið út úr hverju opi. Hins vegar virðist eitthvað að marka loforð þeirra um framfarir ef úrslit belgíska kappakstursins eru borin saman við uppröðun á ráslínu fyrir keppnina. Fernando Alonso ræsti af stað aftastur á ráslínu en endaði sjöundi. Orð Alonso eftir keppnina voru að þetta hefði verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum. Vonandi fer McLaren að blanda sér í toppbaráttuna á næstunni. Þetta sögufræga lið hefur þurft að þola nóg í bili.Lewis Hamilton tókst að lágmarka skaðan.Vísir/GettyHamilton lágmarkaði skaðan á Spa Heimsmeistaranum tókst að vinna sig upp bæði með eigin getu og fyrir tilstilli eigin slembilukku. Hann hafði til dæmis ekki tekið þjónustuhlé þegar keppnin var stöðvuð. Hann fékk því frítt þjónustuhlé þar. Eins var talsvert um brottfall. Fimm ökumenn luku ekki keppni af 22. Rosberg, liðsfélagi Hamilton og helsti keppinautur í heimsmeistarakeppni ökumanna vann á Spa eftir að hafa ræst af stað af ráspól. Rosberg gerði sér líklega vonir um að minnka forskot Hamilton enn meira á toppnum. Rosberg gerði þó allt sem hann gat fullkomlega. Hann minnkaði forskotið úr 19 stigum niður í níu. Það er betra en ekkert. Það má því segja að Hamilton hafi tekist að lágmarka skaðan eins mikið og hægt var að vonast eftir. Spár liðsins fyrir keppnina voru á þann veg að Hamilton myndi enda áttundi. Heimsmeistaramótið er því einkar spennandi og átta keppnir eftir.Kevin Magnussen á Spa fyrir áreksturinn.Vísir/GettyÁstandið á Kevin Magnussen Hinn danski Kevin Magnussen lenti á varnarvegg efst í Eau Rouge beygjunni. Magnussen var á rúmlega 300 kílómetra hraða á klukkustund. Þrátt fyrir að áreksturinn hafi litið illa út þá stóð Magnussen sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. Magnussen hefur sagt að hann muni aka á Monza brautinni á Ítalíu næstu helgi. Hann fékk smá skurð á vinstri ökkla en er annars heill heilsu. Sjá einnig: Myndband af árekstri Kevin Magnussen. Formúla Tengdar fréttir Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. 28. ágúst 2016 13:30 Rosaleg atburðarás á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr belgíska kappakstrinum. 28. ágúst 2016 19:00 Rosberg: Það er gott að vera kominn aftur á sigurbrautina Nico Rosberg kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í dag. Hann minnkaði þar með bilið í liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna niður í níu stig. Hver sagði hvað eftir keppnina? 28. ágúst 2016 21:15 Rosberg vann í Belgíu | Hamilton þriðji Nico Rosberg á Mercedes sigldi auðan sjó fremstur í belgíska kappakstrinum. Daniel Ricciardo á RedBull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji með ótrúlegum akstri. 28. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum og Lewis Hamilton vann sig upp um 18 sæti í keppni sem var full af hasar. Fall Ferrari og hinn máttugi, magnaði eða sturlaði Max Verstappen verða til umræðu í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs á Vísi.Ræsingin í Belgíu var upphaf mikillar ólgu sem varði alla keppnina.Vísir/GettyFyrsta beygja skóp keppnina Eftir slaka ræsingu Max Verstappen fóru báðir Ferrari ökumennirnir, Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel samsíða honum inn í fyrstu beygju. Eins og Vettel sagði eftir keppnina þá „er ekki pláss fyrir þrjá bíla í einu þarna í gegn.“ Verstappen var innstur þeirra í beygjunni. Vettel stakk sér of innarlega til að pláss væri fyrir alla bílana í gegn. Raikkonen lokast á milli Verstappen og Vettel. Þetta gerði það að verkum að allir þrír drógust aftur úr hrúgunni. Ferrari ætlaði sér að reyna að nýta fjarveru Hamilton í toppbaráttunni til að safna slatta af stigum. Ferrari fór í það að reyna að lágmarka skaðan eftir skelfilega byrjun. Verstappen náði ekki í stig og ætla má að Ferrari liðið hafi fundið ákveðna huggun í því en hann átti eftir að valda þeim meiri vandræðum þegar á leið.Barátta Verstappen og Raikkonen gekk of langt að mati Raikkonen.Vísir/GettyStappaði Verstappen á tærnar á Raikkonen? Raikkonen reyndi að taka fram úr Verstappen seinna í keppninni á leiðinni inn í fimmtu beygju. Þeir fóru hlið við hlið inn í beygjuna og snertust. Raikkonen þurfti að flýja út úr beygjunni til að forða tjóni. Raikkonen fannst á sér brotið og kvartaði í talstöðinni. „Hann ýtti mér út af brautinni og hegðaði sér hættulega.“ Verstappen missti svo sjálfur bílinn út úr beygjunni. Ekki verður annað séð en að Verstappen hefði verið í lófa lagið og hreinlega borið að rýmka til fyrir Raikkonen svo hann hefði geta ekið inn á brautinni. Í stuttu máli, þá er það mat þess sem þetta skrifar að Verstappen hefði getað sleppt því að þvinga Raikkonen út af brautinni þarna.McLaren bíllinn hefur ekki oft haft tækifæri til að keppa við Mercedes bílin undanfarin ár.Vísir/GettyFernando Alonso á fleygiferð McLaren bíllinn er búinn að vera slakur síðustu tvö tímabil. Ökumenn og starfsfólk liðsins hefur reynt að tala hann upp og allt að því tilgerðarleg bjartsýni þeirra hefur skinið út úr hverju opi. Hins vegar virðist eitthvað að marka loforð þeirra um framfarir ef úrslit belgíska kappakstursins eru borin saman við uppröðun á ráslínu fyrir keppnina. Fernando Alonso ræsti af stað aftastur á ráslínu en endaði sjöundi. Orð Alonso eftir keppnina voru að þetta hefði verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum. Vonandi fer McLaren að blanda sér í toppbaráttuna á næstunni. Þetta sögufræga lið hefur þurft að þola nóg í bili.Lewis Hamilton tókst að lágmarka skaðan.Vísir/GettyHamilton lágmarkaði skaðan á Spa Heimsmeistaranum tókst að vinna sig upp bæði með eigin getu og fyrir tilstilli eigin slembilukku. Hann hafði til dæmis ekki tekið þjónustuhlé þegar keppnin var stöðvuð. Hann fékk því frítt þjónustuhlé þar. Eins var talsvert um brottfall. Fimm ökumenn luku ekki keppni af 22. Rosberg, liðsfélagi Hamilton og helsti keppinautur í heimsmeistarakeppni ökumanna vann á Spa eftir að hafa ræst af stað af ráspól. Rosberg gerði sér líklega vonir um að minnka forskot Hamilton enn meira á toppnum. Rosberg gerði þó allt sem hann gat fullkomlega. Hann minnkaði forskotið úr 19 stigum niður í níu. Það er betra en ekkert. Það má því segja að Hamilton hafi tekist að lágmarka skaðan eins mikið og hægt var að vonast eftir. Spár liðsins fyrir keppnina voru á þann veg að Hamilton myndi enda áttundi. Heimsmeistaramótið er því einkar spennandi og átta keppnir eftir.Kevin Magnussen á Spa fyrir áreksturinn.Vísir/GettyÁstandið á Kevin Magnussen Hinn danski Kevin Magnussen lenti á varnarvegg efst í Eau Rouge beygjunni. Magnussen var á rúmlega 300 kílómetra hraða á klukkustund. Þrátt fyrir að áreksturinn hafi litið illa út þá stóð Magnussen sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. Magnussen hefur sagt að hann muni aka á Monza brautinni á Ítalíu næstu helgi. Hann fékk smá skurð á vinstri ökkla en er annars heill heilsu. Sjá einnig: Myndband af árekstri Kevin Magnussen.
Formúla Tengdar fréttir Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. 28. ágúst 2016 13:30 Rosaleg atburðarás á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr belgíska kappakstrinum. 28. ágúst 2016 19:00 Rosberg: Það er gott að vera kominn aftur á sigurbrautina Nico Rosberg kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í dag. Hann minnkaði þar með bilið í liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna niður í níu stig. Hver sagði hvað eftir keppnina? 28. ágúst 2016 21:15 Rosberg vann í Belgíu | Hamilton þriðji Nico Rosberg á Mercedes sigldi auðan sjó fremstur í belgíska kappakstrinum. Daniel Ricciardo á RedBull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji með ótrúlegum akstri. 28. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. 28. ágúst 2016 13:30
Rosaleg atburðarás á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr belgíska kappakstrinum. 28. ágúst 2016 19:00
Rosberg: Það er gott að vera kominn aftur á sigurbrautina Nico Rosberg kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í dag. Hann minnkaði þar með bilið í liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna niður í níu stig. Hver sagði hvað eftir keppnina? 28. ágúst 2016 21:15
Rosberg vann í Belgíu | Hamilton þriðji Nico Rosberg á Mercedes sigldi auðan sjó fremstur í belgíska kappakstrinum. Daniel Ricciardo á RedBull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji með ótrúlegum akstri. 28. ágúst 2016 13:48