Sextíu prósent fanga á Íslandi með ADHD Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 29. ágúst 2016 18:00 „Þetta er mesta sóun sem hægt er að hugsa sér", segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en yfir sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum eru haldnir ADHD, eða ofvirkni með athyglisbresti. Úrræði vantar fyrir fanga með greininguna hér á landi. Talið er er að um fimm til tíu prósent barna séu haldin ADHD þó ekki séu til nákvæmar tölur um það hér á landi. Fjöldi barna með greininguna lendir í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu en Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna segir mörg þeirra hreinlega enda innan refsivörslukerfisins, sérstaklega ef þau fá ekki greiningu tímanlega. „Þessi hópur sem glímir við þessa taugaþroskaröskun ADHD, eða athyglisbrest með eða án ofvirkni, er hætta við að framkvæma áður en hann hugsar. Hvatvísin er mjög ráðandi þáttur,“ segir Þröstur. Hann fullyrðir að stór hluti fanga hér á landi sé með ADHD.Sjá einnig: Ekki vitað um fjölda barna með ADHD hér á landi. „Við getum alveg kinnroðalaust sagt að við séum að tala um 60 til 65 prósent plús. Jafnvel þaðan af hærri tölu, ég hef heyrt tölur alveg upp í 80 prósent. Auðvitað er það breytilegt frá einum tíma til annars en kinnroðalaust segjum við 60, 65 prósent. Og eigum við ekki að spyrja okkur að því, hefðum við getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir þetta? Því að meiri sóun er varla hægt að hugsa sér.“ Þröstur segir að tölfræðin sé svipuð í fangelsum nágrannalanda okkar, en að úrræði fyrir fanga með ADHD vanti í íslenskum fangelsum. Til að mynda vanti sálfræðiþjónustu vegna fjárskorts og fangar fái ekki að taka ofvirknilyf innan fangelsisins. Sjá einnig: Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka. „Lyfjameðferð er lítil sem engin þegar það kemur að þessum lyfjaflokki. Og það er náttúrlega mjög alvarlegt að einstaklingur með ADHD, sem hefur fram að þeim tíma sem hann er tekinn og lokaður inni í fangelsi notað lyf, að þau séu bara tekinn af honum.“ Í október verður árlegur vitundarvakningarmánuður ADHD samtakanna, en í þetta sinn verður áherslan lögð á einstaklinga með ADHD innan refsivörslukerfisins. „Þetta er bara einn af mörgum hópum sem þarf að veita sérstaka athygli,“ segir Þröstur Emilsson. Tengdar fréttir „Vona að sagan hennar verði til þess að forða einhverjum frá því að prófa fíkniefni og enda á þennan hræðilega hátt“ Móðir 17 ára stúlku sem lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu vonar að saga dóttur sinnar nýtist til að bjarga börnum og ungmennum í svipaðri stöðu, það er þeim sem eru með fjölþættan vanda og lenda utanveltu í kerfinu. Taka þurfi betur utan um þau og viðurkenna þau á þeirra eigin forsendum. 22. ágúst 2016 20:35 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hafði þá tilfinningu að hún myndi ekki lifa af að prófa e-töflu Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir var fædd 8. mars 1998 og var því nýorðin sautján ára þegar hún lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. 22. ágúst 2016 15:30 Ekki vitað um fjölda barna með ADHD hér á landi Ekki eru til tölur um fjölda barna sem greind eru með ADHD hér á landi þrátt fyrir fyrirmæli Landlæknis um að skráning á greingingunni sé skýr. Formaður ADHD samtakanna segir brýnt að samræmd skráning verði skýr í lögum svo hægt sé að taka til hendinni í málaflokknum. 25. ágúst 2016 19:15 Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. 24. ágúst 2016 19:30 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Meira en sextíu prósent fanga á Íslandi eru með ADHD. Þeir fá engin úrræði og glíma við sinn vanda sjálfir bak við rimlana. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. ágúst 2016 18:04 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Þetta er mesta sóun sem hægt er að hugsa sér", segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en yfir sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum eru haldnir ADHD, eða ofvirkni með athyglisbresti. Úrræði vantar fyrir fanga með greininguna hér á landi. Talið er er að um fimm til tíu prósent barna séu haldin ADHD þó ekki séu til nákvæmar tölur um það hér á landi. Fjöldi barna með greininguna lendir í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu en Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna segir mörg þeirra hreinlega enda innan refsivörslukerfisins, sérstaklega ef þau fá ekki greiningu tímanlega. „Þessi hópur sem glímir við þessa taugaþroskaröskun ADHD, eða athyglisbrest með eða án ofvirkni, er hætta við að framkvæma áður en hann hugsar. Hvatvísin er mjög ráðandi þáttur,“ segir Þröstur. Hann fullyrðir að stór hluti fanga hér á landi sé með ADHD.Sjá einnig: Ekki vitað um fjölda barna með ADHD hér á landi. „Við getum alveg kinnroðalaust sagt að við séum að tala um 60 til 65 prósent plús. Jafnvel þaðan af hærri tölu, ég hef heyrt tölur alveg upp í 80 prósent. Auðvitað er það breytilegt frá einum tíma til annars en kinnroðalaust segjum við 60, 65 prósent. Og eigum við ekki að spyrja okkur að því, hefðum við getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir þetta? Því að meiri sóun er varla hægt að hugsa sér.“ Þröstur segir að tölfræðin sé svipuð í fangelsum nágrannalanda okkar, en að úrræði fyrir fanga með ADHD vanti í íslenskum fangelsum. Til að mynda vanti sálfræðiþjónustu vegna fjárskorts og fangar fái ekki að taka ofvirknilyf innan fangelsisins. Sjá einnig: Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka. „Lyfjameðferð er lítil sem engin þegar það kemur að þessum lyfjaflokki. Og það er náttúrlega mjög alvarlegt að einstaklingur með ADHD, sem hefur fram að þeim tíma sem hann er tekinn og lokaður inni í fangelsi notað lyf, að þau séu bara tekinn af honum.“ Í október verður árlegur vitundarvakningarmánuður ADHD samtakanna, en í þetta sinn verður áherslan lögð á einstaklinga með ADHD innan refsivörslukerfisins. „Þetta er bara einn af mörgum hópum sem þarf að veita sérstaka athygli,“ segir Þröstur Emilsson.
Tengdar fréttir „Vona að sagan hennar verði til þess að forða einhverjum frá því að prófa fíkniefni og enda á þennan hræðilega hátt“ Móðir 17 ára stúlku sem lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu vonar að saga dóttur sinnar nýtist til að bjarga börnum og ungmennum í svipaðri stöðu, það er þeim sem eru með fjölþættan vanda og lenda utanveltu í kerfinu. Taka þurfi betur utan um þau og viðurkenna þau á þeirra eigin forsendum. 22. ágúst 2016 20:35 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hafði þá tilfinningu að hún myndi ekki lifa af að prófa e-töflu Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir var fædd 8. mars 1998 og var því nýorðin sautján ára þegar hún lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. 22. ágúst 2016 15:30 Ekki vitað um fjölda barna með ADHD hér á landi Ekki eru til tölur um fjölda barna sem greind eru með ADHD hér á landi þrátt fyrir fyrirmæli Landlæknis um að skráning á greingingunni sé skýr. Formaður ADHD samtakanna segir brýnt að samræmd skráning verði skýr í lögum svo hægt sé að taka til hendinni í málaflokknum. 25. ágúst 2016 19:15 Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. 24. ágúst 2016 19:30 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Meira en sextíu prósent fanga á Íslandi eru með ADHD. Þeir fá engin úrræði og glíma við sinn vanda sjálfir bak við rimlana. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. ágúst 2016 18:04 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Vona að sagan hennar verði til þess að forða einhverjum frá því að prófa fíkniefni og enda á þennan hræðilega hátt“ Móðir 17 ára stúlku sem lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu vonar að saga dóttur sinnar nýtist til að bjarga börnum og ungmennum í svipaðri stöðu, það er þeim sem eru með fjölþættan vanda og lenda utanveltu í kerfinu. Taka þurfi betur utan um þau og viðurkenna þau á þeirra eigin forsendum. 22. ágúst 2016 20:35
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hafði þá tilfinningu að hún myndi ekki lifa af að prófa e-töflu Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir var fædd 8. mars 1998 og var því nýorðin sautján ára þegar hún lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. 22. ágúst 2016 15:30
Ekki vitað um fjölda barna með ADHD hér á landi Ekki eru til tölur um fjölda barna sem greind eru með ADHD hér á landi þrátt fyrir fyrirmæli Landlæknis um að skráning á greingingunni sé skýr. Formaður ADHD samtakanna segir brýnt að samræmd skráning verði skýr í lögum svo hægt sé að taka til hendinni í málaflokknum. 25. ágúst 2016 19:15
Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. 24. ágúst 2016 19:30
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Meira en sextíu prósent fanga á Íslandi eru með ADHD. Þeir fá engin úrræði og glíma við sinn vanda sjálfir bak við rimlana. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. ágúst 2016 18:04