Rousseff segir ákæruna tilraun til valdaráns Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2016 13:45 Dilma Rousseff í þingsal öldungadeildar brasilíska þingsins fyrr í dag. Vísir/AFP Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, gaf í dag skýrslu fyrir öldungadeild þingsins þar sem hún sætir nú ákæru um embættisglöp. Rousseff varði gjörðir sínar, sagðist ekki hafa gerst brotleg við lög og sagði árásirnar sem beindust gegn sér vera tilraun til valdaráns. Rousseff var tímabundið vikið úr embætti forseta í maí en hún er sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Þingmenn öldungadeildar þingsins munu greiða atkvæði um það síðar í vikunni hvort Rousseff verði varanlega vikið úr embætti forseta. Í frétt BBC segir að Rousseff hafi hafið varnarræðu sína á því að minna þingmenn á að hún hafi verið endurkjörin forseti með rúmlega 54 milljón atkvæða. Sagðist hún ávallt hafa virt stjórnarskrá landsins. Hún mætti í byggingu öldungadeildar þingsins klukkan níu að staðartíma í fylgd vinar síns og læriföður, Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins. Hópur stuðningsmanna Rousseff hafði safnast saman fyrir utan þinghúsið. Rousseff hefur áður sagt að ákæran sé liður í áætlun pólitískra andstæðinga sinna að binda endi á þrettán ára stjórnartíð Verkamannaflokksins. Eftir að hafa gefið skýrslu mun Rousseff svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Verði hin 68 ára Rousseff varanlega vikið úr embætti mun starfandi forseti, Michel Temer, gegna embættinu út skipunartíma Rousseff, eða fram í desember 2018. Tveir þriðjuhlutar af öldungadeildarþingmönnum Brasilíu þurfa að greiða atkvæði gegn forsetanum til að henni verði varanlega vikið úr embætti. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, gaf í dag skýrslu fyrir öldungadeild þingsins þar sem hún sætir nú ákæru um embættisglöp. Rousseff varði gjörðir sínar, sagðist ekki hafa gerst brotleg við lög og sagði árásirnar sem beindust gegn sér vera tilraun til valdaráns. Rousseff var tímabundið vikið úr embætti forseta í maí en hún er sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Þingmenn öldungadeildar þingsins munu greiða atkvæði um það síðar í vikunni hvort Rousseff verði varanlega vikið úr embætti forseta. Í frétt BBC segir að Rousseff hafi hafið varnarræðu sína á því að minna þingmenn á að hún hafi verið endurkjörin forseti með rúmlega 54 milljón atkvæða. Sagðist hún ávallt hafa virt stjórnarskrá landsins. Hún mætti í byggingu öldungadeildar þingsins klukkan níu að staðartíma í fylgd vinar síns og læriföður, Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins. Hópur stuðningsmanna Rousseff hafði safnast saman fyrir utan þinghúsið. Rousseff hefur áður sagt að ákæran sé liður í áætlun pólitískra andstæðinga sinna að binda endi á þrettán ára stjórnartíð Verkamannaflokksins. Eftir að hafa gefið skýrslu mun Rousseff svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Verði hin 68 ára Rousseff varanlega vikið úr embætti mun starfandi forseti, Michel Temer, gegna embættinu út skipunartíma Rousseff, eða fram í desember 2018. Tveir þriðjuhlutar af öldungadeildarþingmönnum Brasilíu þurfa að greiða atkvæði gegn forsetanum til að henni verði varanlega vikið úr embætti.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira