Erlent

Ben-Eliezer er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Benjamin Ben-Eliezer sat á þingi frá 1984 til 2014.
Benjamin Ben-Eliezer sat á þingi frá 1984 til 2014. Vísir/Getty
Ísraelski stjórnmálamaðurinn Benjamin Ben-Eliezer lést í gær, 80 ára að aldri.

Ben-Eliezer andaðist á Ichilov-sjúkrahúsinu í Tel Aviv eftir langvinn veikindi að sögn ísraelskra miðla.

Ben-Eliezer átti sæti á ísraelska þinginu Knesset frá árinu 1984 til 2014. Hann gegndi fjölda ráðherraembætta, meðal annars ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og varnarmála, auk þess að gegna stöðu aðstoðarforsætisráðherra.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hyllti Ben-Eliezer í gær og þakkaði fyrir áratuga langa þjónustu hans við ísraelska ríkið.

Ben-Eliezer var leiðtogi Verkamannaflokksins á árunum 2001 til 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×