Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin áfram á annað stig úrtökumótaraðarinnar fyrir bandarísku atvinnumótaröðina í golfi, LPGA.
Ólafía var í góðum málum alla helgina og lék á samtals sjö höggum undir pari og hafnaði í fimmta sæti á mótinu. Efstu 90 kylfingarnir komust áfram.
Ólafía lék örugglega á lokahringnum, á 72 höggum eða pari vallarins. Hún fékk sextán pör, einn fugl og einn skolla.
„Ég hélt áfram á sömu braut þar sem frá var horfið á Íslandsmótinu. Ég tók gott sjálfstraust þaðan,“ sagði hún í samtali við kylfing.is.
Annað stig úrtökumótaraðarinnar fer fram í Flórída 17.-23. október en þess má geta að Valdís Þór Jónsdóttir tók einnig þátt í mótinu um helginna en komst ekki í gegnum niðurskurðinna.
