Lögreglunám dýrara á Akureyri en í borginni sveinn arnarsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ákvað í síðustu viku að færa lögreglunám til Akureyrar þrátt fyrir að Háskóli Íslands hafi verið metinn heppilegri kostur. MYND/VÍSIR Nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri mun kosta um 157 milljónir króna á ári hverju en hefði kostað rétt um 140 milljónir við Háskóla Íslands. Einnig var Háskóli Íslands talinn hæfari til þess að taka við lögreglunáminu. „Það er athyglisvert að tillaga HÍ fékk ekki bara besta faglega matið hjá matsnefndinni heldur er tillaga HÍ einnig ódýrari en sú sem valin var af ráðherra. Til viðbótar má nefna að verklega aðstaðan sem við buðum upp á hjá Keili er nú þegar notuð af lögreglunni,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Þetta kemur fram í innsendum umsóknum skólanna um nám í lögreglufræðum en Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ákvað að námið færi til Akureyrar eftir að hafa vegið og metið niðurstöðurnar. Fjórir skólar sendu inn umsókn til að taka námið að sér, þrír háskólar voru metnir hæfir og HÍ þar metinn hæfastur þeirra þriggja. Í innsendum gögnum HÍ kemur fram að kostnaður við stoðþjónustu og húsnæði HÍ er um 30 milljónir króna en við HA verður kostnaðurinn um 18 milljónum hærri á hverju ári. Lagt er til í gögnum HÍ að ráðnir verði fimm kennarar við lögreglunámið. Hins vegar setur Háskólinn á Akureyri það sem skilyrði að samhliða því skrefi að færa lögreglunám á háskólastig þurfi að efla rannsóknir á sviði lögreglufræða og leggur til að akademískar rannsóknir fræðimanna við deildina verði öflugar. Lagt er upp með að við Háskólann á Akureyri verði til rannsóknasetur í lögreglufræðum. Því þurfi að greiða laun forstöðumanns rannsóknasetursins og sérfræðinga auk þess sem kostnaður verði einhver vegna rannsóknarverkanna. „Við í Háskóla Íslands reyndum að hafa umsóknina sem hagstæðasta fyrir ríkissjóð en slá ekki af akademískum kröfum um gott nám. Okkar umsókn var þannig sett fram,“ bætir Jón Atli við. Til samanburðar við þær 157 milljónir sem lögreglunám á háskólastigi mun kosta fékk Lögregluskóli ríkisins 163 milljóna króna framlag frá hinu opinbera á fjárlögum 2016. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri mun kosta um 157 milljónir króna á ári hverju en hefði kostað rétt um 140 milljónir við Háskóla Íslands. Einnig var Háskóli Íslands talinn hæfari til þess að taka við lögreglunáminu. „Það er athyglisvert að tillaga HÍ fékk ekki bara besta faglega matið hjá matsnefndinni heldur er tillaga HÍ einnig ódýrari en sú sem valin var af ráðherra. Til viðbótar má nefna að verklega aðstaðan sem við buðum upp á hjá Keili er nú þegar notuð af lögreglunni,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Þetta kemur fram í innsendum umsóknum skólanna um nám í lögreglufræðum en Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ákvað að námið færi til Akureyrar eftir að hafa vegið og metið niðurstöðurnar. Fjórir skólar sendu inn umsókn til að taka námið að sér, þrír háskólar voru metnir hæfir og HÍ þar metinn hæfastur þeirra þriggja. Í innsendum gögnum HÍ kemur fram að kostnaður við stoðþjónustu og húsnæði HÍ er um 30 milljónir króna en við HA verður kostnaðurinn um 18 milljónum hærri á hverju ári. Lagt er til í gögnum HÍ að ráðnir verði fimm kennarar við lögreglunámið. Hins vegar setur Háskólinn á Akureyri það sem skilyrði að samhliða því skrefi að færa lögreglunám á háskólastig þurfi að efla rannsóknir á sviði lögreglufræða og leggur til að akademískar rannsóknir fræðimanna við deildina verði öflugar. Lagt er upp með að við Háskólann á Akureyri verði til rannsóknasetur í lögreglufræðum. Því þurfi að greiða laun forstöðumanns rannsóknasetursins og sérfræðinga auk þess sem kostnaður verði einhver vegna rannsóknarverkanna. „Við í Háskóla Íslands reyndum að hafa umsóknina sem hagstæðasta fyrir ríkissjóð en slá ekki af akademískum kröfum um gott nám. Okkar umsókn var þannig sett fram,“ bætir Jón Atli við. Til samanburðar við þær 157 milljónir sem lögreglunám á háskólastigi mun kosta fékk Lögregluskóli ríkisins 163 milljóna króna framlag frá hinu opinbera á fjárlögum 2016.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira