Erlent

Mexíkóski söngvarinn Juan Gabriel látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Juan Gabriel í Forum í Los Angeles síðastliðið föstudagskvöld.
Juan Gabriel í Forum í Los Angeles síðastliðið föstudagskvöld. Vísir/Getty
Mexíkóski söngvarinn Juan Gabriel er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést af völdum hjartaáfalls í Kaliforníu, nokkrum dögum eftir að hafa komið fram fyrir framan 17 þúsund manns í Forum-höllinni í Los Angeles.

Juan Gabriel hét Alberto Aguilera Valadez réttu nafni og seldi rúmlega 100 milljónir platna og hafði verið heiðraður með sinni eigin stjörnu á Hollywood Walk of Fame.

Hann kom vanalega fram í litríkum mariachi-búningum og aflaði sér fjölda aðdáenda með lögum á borð við Amor Eterno.

Aðdáendur hafa margir safnast saman á Plaza Garibaldi í Mexíkóborg eftir að fréttir bárust af andlátinu þar sem þeir hafa kveikt á kertum og komið fyrir blómakrönsum til að minnast söngvarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×