Loforð Bjarna Svandís Svavarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjármálaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli- og örorkulífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til samfélagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sérstakt veiðigjald, lét auðlegðarskattinn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélagshóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt samfélag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjármálaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli- og örorkulífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til samfélagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sérstakt veiðigjald, lét auðlegðarskattinn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélagshóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt samfélag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun