Skólastjórar funda vegna sundferða dæmds barnaníðings nadine guðrún yaghi skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Foreldrar barna í Kópavogi voru ósáttir við að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í sundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undanfarið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfirvöldum og forstöðumanni laugarinnar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þannig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana. Mál Sigga hakkara Kópavogur Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Sjá meira
Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undanfarið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfirvöldum og forstöðumanni laugarinnar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þannig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana.
Mál Sigga hakkara Kópavogur Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Sjá meira
Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04