Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2016 20:28 Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson og Sjálfstæðisflokkurinn fá að finna fyrir því í pistli Kára. vísir/vilhelm „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” Þetta segir Kári Stefánsson í pistli á Facebook-síðu sinni en þar svara hann gagnrýni þingmannanna Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar á hugmyndir hans um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Kári ýtti undirskriftarsöfnun úr vör á föstudag og hafa um 36 þúsund manns nú skrifað undir. Brynjar sagði á föstudag að hugmyndir Kára myndu án efa fela í sér skattahækkanir – „ þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi,” sagði Brynjar á vefsvæði sínu. Jón Gunnarson tók í sama streng og vildi vita hvar Kári hefði í hyggju að skera niður á móti í ríkisútgjöldum til að fjármagna hugmyndir sínar. Sjá einnig: Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta „Svar við þessu er einfalt. Heilbrigðiskerfið er það tæki sem við notum til þess að hlúa að meiddum og sjúkum í okkar samfélagi. Við hljótum að gera þá kröfu til heilbrigðiskerfisins að það leyfi okkar að gera þetta eins vel og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Ef við heykjumst á því að fjármagna kerfið að því marki að það geti þetta erum við að fallast á að lasnir og meiddir á Íslandi þjáist meira og deyi frekar eða fyrr en þeir myndu gera í löndunum í kringum okkur,“ segir Kári í pistil sínum.Kári Stefánsson safnar undirskriftum.vísir/GvaHann segir það ekki í samræmi við þær hugmyndir sem Íslendingar hafi um sig að fórna fólki fyrir brauð. „Þar af leiðandi legg ég til að við byrjum á því að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að geti sinnt skyldum sínum á borð við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur áður en við förum að skipta kökunni milli annarra málaflokka.“ Kári segir að þrátt fyrir gagnrýnina séu þingmennirnir tveir góðir og hjartahlýir menn – „og þess vegna skrifa ég þessa vitleysu þeirra á hvatvísi og hættulega tryggð við formann flokks þeirra sem þarf einmitt á því að halda að einhver segi honum til vamms í stað þess að etja honum á það exelskjala forað sem hann virðist svo elskur að,” segir Kári sem lýkur pistlinum á orðunum: „Við skulum vona að með þessu hafi þingmennirnir tveir ekki valdið flokki sínum of miklu tjóni vegna þess að það vill nefnilega svo til að velferðarkerfið sem okkur er svo annt um varð til á vakt þessa flokks sem hefur svo oft verið boðberi þeirrar félagshyggju sem honum finnst hann eigi að vera á móti.“Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt mig fyrir að standa fyrir undirskriftarsöfnun til stuðinings þeirri kr...Posted by Kari Stefansson on Sunday, 24 January 2016 Tengdar fréttir Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
„Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” Þetta segir Kári Stefánsson í pistli á Facebook-síðu sinni en þar svara hann gagnrýni þingmannanna Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar á hugmyndir hans um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Kári ýtti undirskriftarsöfnun úr vör á föstudag og hafa um 36 þúsund manns nú skrifað undir. Brynjar sagði á föstudag að hugmyndir Kára myndu án efa fela í sér skattahækkanir – „ þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi,” sagði Brynjar á vefsvæði sínu. Jón Gunnarson tók í sama streng og vildi vita hvar Kári hefði í hyggju að skera niður á móti í ríkisútgjöldum til að fjármagna hugmyndir sínar. Sjá einnig: Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta „Svar við þessu er einfalt. Heilbrigðiskerfið er það tæki sem við notum til þess að hlúa að meiddum og sjúkum í okkar samfélagi. Við hljótum að gera þá kröfu til heilbrigðiskerfisins að það leyfi okkar að gera þetta eins vel og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Ef við heykjumst á því að fjármagna kerfið að því marki að það geti þetta erum við að fallast á að lasnir og meiddir á Íslandi þjáist meira og deyi frekar eða fyrr en þeir myndu gera í löndunum í kringum okkur,“ segir Kári í pistil sínum.Kári Stefánsson safnar undirskriftum.vísir/GvaHann segir það ekki í samræmi við þær hugmyndir sem Íslendingar hafi um sig að fórna fólki fyrir brauð. „Þar af leiðandi legg ég til að við byrjum á því að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að geti sinnt skyldum sínum á borð við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur áður en við förum að skipta kökunni milli annarra málaflokka.“ Kári segir að þrátt fyrir gagnrýnina séu þingmennirnir tveir góðir og hjartahlýir menn – „og þess vegna skrifa ég þessa vitleysu þeirra á hvatvísi og hættulega tryggð við formann flokks þeirra sem þarf einmitt á því að halda að einhver segi honum til vamms í stað þess að etja honum á það exelskjala forað sem hann virðist svo elskur að,” segir Kári sem lýkur pistlinum á orðunum: „Við skulum vona að með þessu hafi þingmennirnir tveir ekki valdið flokki sínum of miklu tjóni vegna þess að það vill nefnilega svo til að velferðarkerfið sem okkur er svo annt um varð til á vakt þessa flokks sem hefur svo oft verið boðberi þeirrar félagshyggju sem honum finnst hann eigi að vera á móti.“Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt mig fyrir að standa fyrir undirskriftarsöfnun til stuðinings þeirri kr...Posted by Kari Stefansson on Sunday, 24 January 2016
Tengdar fréttir Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47