Enski boltinn

Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zouma í leik með Chelsea á dögunum.
Zouma í leik með Chelsea á dögunum. vísir/getty
Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag.

„Þegar þú ert meistari þá er næsta tímabil alltaf erfitt því þú heldur að allt verði auðveldara,” sagði Zouma í samtali við The Sun. „Ég held að það hafi verið okkar vandamál. Við héldum að allt yrði auðveldara og við spiluðum þannig - en það er ekkert í ensku úrvalsdeildinni sem er auðvelt.”

„Það er erfitt að vinna alla leiki, öll liðin eru góð og allir geta unnið alla. Núna erum við betur undirbúnir. Við erum komnir á árið 2016 og við viljum vinna eitthvað á þessu tímabili.”

Guus Hiddink, bráðabirgðarstjóri Chelsea, segir réttilgea að Chelsea sé nær fallsætum heldur Meistaradeildinni, en Zouma vill frekar horaf upp.

„Það gæti verið hættulegur en við verðum að trúa á okkur sjálfa. Ef við byrjum að vinna leiki getum við farið upp töfluna því deildin er mjög jöfn,” sagði Zouma og bætti við:

„Við vonumst til að vinna Meistaradeildina og við erum með hópinn í það. Við erum með stóran hóp, stóra leikmenn og við verðum að trúa á okkur möguleika og segja: Afhverju ekki?” sagði þessi trausti varnarmaður að lokum.

Chelsea mætir Arsenal á Emirates í dag, en leikurinn hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2(HD og hefst útsendingin klukkan 15.50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×