Enn vefst stjórnarskráin fyrir þingmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 19:30 Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort það væri stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðunni að kenna að ekki hefur náðst sátt um tillögur á breytingum á stjórnarskránni. Forsætisráðherra segir það vera sameiginlegt verkefni flokkanna að afgreiða málið. Fá mál hafa þvælst eins fyrir alþingismönnum og tilraunir til breytinga á stjórnarskránni þótt í orði að minnsta kosti hafi allir flokkar lýst því yfir að þeir vilji einhvers konar breytingar á henni. Stjórnarskráin reyndist síðustu ríkisstjórn mjög erfið og hún ætlar einnig að þvælast fyrir fótunum á núverandi ríkisstjórn. Dregist hefur að nefnd allra flokka skili af sér tillögum um breytingar á stjórnarskránni, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í nefndina sumarið 2013. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að beðið væri eftir að stjórnarflokkarnir skýrðu stöðu sína. „Ég minni sérstaklega á að hæstvirtur forsætisráðherra hefur sjálfur lofað því að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindir .... og hæstvirtur forsætisráðherra er nú duglegur við að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Meðal annars mál sem hann er búinn að lofa að leggja fyrir Alþingi en hefur heykst á að leggja fyrir Alþingi. Er ekki nær að veita þjóðinni sjálfri réttinn til þess að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagðist sammála því að þjóðin hefði sem mest tækifæri til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá held ég að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarmeirihlutans bjóði. Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla. Niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist vilja sjá breytingar á stjórnarskránni og það væri fyrir atbeina Árna Páls sem möguleiki væri á því á þessu kjörtímabili. En Alþingi samþykkti breytingarákvæði við stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili þannig að hægt yrði að breyta henni á þessu kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga. Árni Páll minnti á að tíminn væri naumur í þessum efnum. „Ef nýta á breytingaákvæðið þarf þjóðaratkvæðagreiðsla að getað farið fram áður en þing hefst næsta haust. Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri,“ sagði Árni Páll. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata innti forsætisráðherra eftir því hvenær hann sæi fyrir sér að þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám verðtryggingar, sem hann hefði boðað, gæti farið fram og hvenær hann ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort það væri stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðunni að kenna að ekki hefur náðst sátt um tillögur á breytingum á stjórnarskránni. Forsætisráðherra segir það vera sameiginlegt verkefni flokkanna að afgreiða málið. Fá mál hafa þvælst eins fyrir alþingismönnum og tilraunir til breytinga á stjórnarskránni þótt í orði að minnsta kosti hafi allir flokkar lýst því yfir að þeir vilji einhvers konar breytingar á henni. Stjórnarskráin reyndist síðustu ríkisstjórn mjög erfið og hún ætlar einnig að þvælast fyrir fótunum á núverandi ríkisstjórn. Dregist hefur að nefnd allra flokka skili af sér tillögum um breytingar á stjórnarskránni, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í nefndina sumarið 2013. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að beðið væri eftir að stjórnarflokkarnir skýrðu stöðu sína. „Ég minni sérstaklega á að hæstvirtur forsætisráðherra hefur sjálfur lofað því að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindir .... og hæstvirtur forsætisráðherra er nú duglegur við að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Meðal annars mál sem hann er búinn að lofa að leggja fyrir Alþingi en hefur heykst á að leggja fyrir Alþingi. Er ekki nær að veita þjóðinni sjálfri réttinn til þess að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagðist sammála því að þjóðin hefði sem mest tækifæri til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá held ég að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarmeirihlutans bjóði. Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla. Niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist vilja sjá breytingar á stjórnarskránni og það væri fyrir atbeina Árna Páls sem möguleiki væri á því á þessu kjörtímabili. En Alþingi samþykkti breytingarákvæði við stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili þannig að hægt yrði að breyta henni á þessu kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga. Árni Páll minnti á að tíminn væri naumur í þessum efnum. „Ef nýta á breytingaákvæðið þarf þjóðaratkvæðagreiðsla að getað farið fram áður en þing hefst næsta haust. Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri,“ sagði Árni Páll. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata innti forsætisráðherra eftir því hvenær hann sæi fyrir sér að þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám verðtryggingar, sem hann hefði boðað, gæti farið fram og hvenær hann ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira