Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2016 13:55 Atli Helgason vísir/stöð 2 „Við lítum svo á að áður en menn geta fengið réttindin á nýjan leik þá þurfa þeir að fá meðmæli frá Lögmannafélaginu og að þeim fengnum að standast prófraun sem er sú sama og menn þreyta í tengslum við öflun héraðsdómslögmannsréttinda,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, um það hvað koma þurfi til að mati félagsins svo einstaklingur sem sviptur hefur verið lögmannsréttindum geti fengið þau á ný. Eins og greint hefur verið frá hefur lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð árið 2001, fengið uppreist æru. Hann hefur nú lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi sín á ný en hann var sviptur þeim á sama tíma og hann fékk fangelsisdóm. Reimar segir að Lögmannafélagið líti svo á að óheimilt sé að fallast á beiðni um að fá lögmannsréttindi aftur án meðmæla frá félaginu og prófraunar. Vísar hann í lög um lögmenn þar sem fjallað er um niðurfellingu og sviptingu réttinda og hvernig þau svo fást að nýju. Er í því samhengi meðal annars fjallað um meðmælin frá Lögmannafélaginu og umrædda prófraun.Stenst ekki skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum „Þetta er í raun tvenns konar ferli. Annars vegar þetta ferli sem lýst er í lögmannalögum þar sem menn geta til dæmis verið sviptir réttindum fyrir sakir sem væru ekki endilega svo alvarlegar að þær myndu fortakslaust sæta ákæru í sakamálum. Síðan eru það réttindasviptingar sem eru ákveðnar af dómstólum í alvarlegri sakamálum. Okkur finnst sú lögskýring ekki standast skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum, en ætti við í veigaminni málum. Slík lögskýring væri ekki til þess fallin að tryggja samræmi í löggjöfinni,“ segir Reimar.Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslandsvísir/gvaHann segir Lögmannafélagið líta svo á að það væri einkennilegt ef það yrði erfiðara fyrir þá sem hefðu verið sviptir réttindum fyrir veigaminni brot að fá réttindin á ný en fyrir þá sem framið hefðu alvarlegri brot.Meðal annars litið til eðli brots og hvort að viðkomandi hafi fengið uppreist æru Þá vísar Reimar jafnframt í almenn hegningarlög þar sem fjallað er um réttindasviptingar en þar kemur fram að sérákvæði í lögum um brottfall réttindasviptingar haldi gildi sínu. Að mati Lögmannafélagsins felst í því tilvísun í lögin um lögmenn þar sem fjallað er um hvernig réttindin fást á ný. Aðspurður til hvaða atriða Lögmannafélagið lítur til vegna meðmæla um veitingu lögmannsréttinda segir Reimar: „Það yrði vísast að framkvæma heildarmat á hverju máli fyrir sig. Það yrði til dæmis að líta til eðli brots, hvort að skaði hefði verið bættur, sakarkostnaður greiddur, hvort að niðurstöður dóms um réttindasviptingu hefðu verið virtar, hvort að viðkomandi hefði fengið uppreist æru og hvort hann hefði í verkum sýnt að honum sé treystandi til að sinna þeim verkefnum sem felast í starfinu.“ Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
„Við lítum svo á að áður en menn geta fengið réttindin á nýjan leik þá þurfa þeir að fá meðmæli frá Lögmannafélaginu og að þeim fengnum að standast prófraun sem er sú sama og menn þreyta í tengslum við öflun héraðsdómslögmannsréttinda,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, um það hvað koma þurfi til að mati félagsins svo einstaklingur sem sviptur hefur verið lögmannsréttindum geti fengið þau á ný. Eins og greint hefur verið frá hefur lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð árið 2001, fengið uppreist æru. Hann hefur nú lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi sín á ný en hann var sviptur þeim á sama tíma og hann fékk fangelsisdóm. Reimar segir að Lögmannafélagið líti svo á að óheimilt sé að fallast á beiðni um að fá lögmannsréttindi aftur án meðmæla frá félaginu og prófraunar. Vísar hann í lög um lögmenn þar sem fjallað er um niðurfellingu og sviptingu réttinda og hvernig þau svo fást að nýju. Er í því samhengi meðal annars fjallað um meðmælin frá Lögmannafélaginu og umrædda prófraun.Stenst ekki skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum „Þetta er í raun tvenns konar ferli. Annars vegar þetta ferli sem lýst er í lögmannalögum þar sem menn geta til dæmis verið sviptir réttindum fyrir sakir sem væru ekki endilega svo alvarlegar að þær myndu fortakslaust sæta ákæru í sakamálum. Síðan eru það réttindasviptingar sem eru ákveðnar af dómstólum í alvarlegri sakamálum. Okkur finnst sú lögskýring ekki standast skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum, en ætti við í veigaminni málum. Slík lögskýring væri ekki til þess fallin að tryggja samræmi í löggjöfinni,“ segir Reimar.Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslandsvísir/gvaHann segir Lögmannafélagið líta svo á að það væri einkennilegt ef það yrði erfiðara fyrir þá sem hefðu verið sviptir réttindum fyrir veigaminni brot að fá réttindin á ný en fyrir þá sem framið hefðu alvarlegri brot.Meðal annars litið til eðli brots og hvort að viðkomandi hafi fengið uppreist æru Þá vísar Reimar jafnframt í almenn hegningarlög þar sem fjallað er um réttindasviptingar en þar kemur fram að sérákvæði í lögum um brottfall réttindasviptingar haldi gildi sínu. Að mati Lögmannafélagsins felst í því tilvísun í lögin um lögmenn þar sem fjallað er um hvernig réttindin fást á ný. Aðspurður til hvaða atriða Lögmannafélagið lítur til vegna meðmæla um veitingu lögmannsréttinda segir Reimar: „Það yrði vísast að framkvæma heildarmat á hverju máli fyrir sig. Það yrði til dæmis að líta til eðli brots, hvort að skaði hefði verið bættur, sakarkostnaður greiddur, hvort að niðurstöður dóms um réttindasviptingu hefðu verið virtar, hvort að viðkomandi hefði fengið uppreist æru og hvort hann hefði í verkum sýnt að honum sé treystandi til að sinna þeim verkefnum sem felast í starfinu.“
Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent