Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2016 13:55 Atli Helgason vísir/stöð 2 „Við lítum svo á að áður en menn geta fengið réttindin á nýjan leik þá þurfa þeir að fá meðmæli frá Lögmannafélaginu og að þeim fengnum að standast prófraun sem er sú sama og menn þreyta í tengslum við öflun héraðsdómslögmannsréttinda,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, um það hvað koma þurfi til að mati félagsins svo einstaklingur sem sviptur hefur verið lögmannsréttindum geti fengið þau á ný. Eins og greint hefur verið frá hefur lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð árið 2001, fengið uppreist æru. Hann hefur nú lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi sín á ný en hann var sviptur þeim á sama tíma og hann fékk fangelsisdóm. Reimar segir að Lögmannafélagið líti svo á að óheimilt sé að fallast á beiðni um að fá lögmannsréttindi aftur án meðmæla frá félaginu og prófraunar. Vísar hann í lög um lögmenn þar sem fjallað er um niðurfellingu og sviptingu réttinda og hvernig þau svo fást að nýju. Er í því samhengi meðal annars fjallað um meðmælin frá Lögmannafélaginu og umrædda prófraun.Stenst ekki skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum „Þetta er í raun tvenns konar ferli. Annars vegar þetta ferli sem lýst er í lögmannalögum þar sem menn geta til dæmis verið sviptir réttindum fyrir sakir sem væru ekki endilega svo alvarlegar að þær myndu fortakslaust sæta ákæru í sakamálum. Síðan eru það réttindasviptingar sem eru ákveðnar af dómstólum í alvarlegri sakamálum. Okkur finnst sú lögskýring ekki standast skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum, en ætti við í veigaminni málum. Slík lögskýring væri ekki til þess fallin að tryggja samræmi í löggjöfinni,“ segir Reimar.Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslandsvísir/gvaHann segir Lögmannafélagið líta svo á að það væri einkennilegt ef það yrði erfiðara fyrir þá sem hefðu verið sviptir réttindum fyrir veigaminni brot að fá réttindin á ný en fyrir þá sem framið hefðu alvarlegri brot.Meðal annars litið til eðli brots og hvort að viðkomandi hafi fengið uppreist æru Þá vísar Reimar jafnframt í almenn hegningarlög þar sem fjallað er um réttindasviptingar en þar kemur fram að sérákvæði í lögum um brottfall réttindasviptingar haldi gildi sínu. Að mati Lögmannafélagsins felst í því tilvísun í lögin um lögmenn þar sem fjallað er um hvernig réttindin fást á ný. Aðspurður til hvaða atriða Lögmannafélagið lítur til vegna meðmæla um veitingu lögmannsréttinda segir Reimar: „Það yrði vísast að framkvæma heildarmat á hverju máli fyrir sig. Það yrði til dæmis að líta til eðli brots, hvort að skaði hefði verið bættur, sakarkostnaður greiddur, hvort að niðurstöður dóms um réttindasviptingu hefðu verið virtar, hvort að viðkomandi hefði fengið uppreist æru og hvort hann hefði í verkum sýnt að honum sé treystandi til að sinna þeim verkefnum sem felast í starfinu.“ Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
„Við lítum svo á að áður en menn geta fengið réttindin á nýjan leik þá þurfa þeir að fá meðmæli frá Lögmannafélaginu og að þeim fengnum að standast prófraun sem er sú sama og menn þreyta í tengslum við öflun héraðsdómslögmannsréttinda,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, um það hvað koma þurfi til að mati félagsins svo einstaklingur sem sviptur hefur verið lögmannsréttindum geti fengið þau á ný. Eins og greint hefur verið frá hefur lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð árið 2001, fengið uppreist æru. Hann hefur nú lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi sín á ný en hann var sviptur þeim á sama tíma og hann fékk fangelsisdóm. Reimar segir að Lögmannafélagið líti svo á að óheimilt sé að fallast á beiðni um að fá lögmannsréttindi aftur án meðmæla frá félaginu og prófraunar. Vísar hann í lög um lögmenn þar sem fjallað er um niðurfellingu og sviptingu réttinda og hvernig þau svo fást að nýju. Er í því samhengi meðal annars fjallað um meðmælin frá Lögmannafélaginu og umrædda prófraun.Stenst ekki skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum „Þetta er í raun tvenns konar ferli. Annars vegar þetta ferli sem lýst er í lögmannalögum þar sem menn geta til dæmis verið sviptir réttindum fyrir sakir sem væru ekki endilega svo alvarlegar að þær myndu fortakslaust sæta ákæru í sakamálum. Síðan eru það réttindasviptingar sem eru ákveðnar af dómstólum í alvarlegri sakamálum. Okkur finnst sú lögskýring ekki standast skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum, en ætti við í veigaminni málum. Slík lögskýring væri ekki til þess fallin að tryggja samræmi í löggjöfinni,“ segir Reimar.Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslandsvísir/gvaHann segir Lögmannafélagið líta svo á að það væri einkennilegt ef það yrði erfiðara fyrir þá sem hefðu verið sviptir réttindum fyrir veigaminni brot að fá réttindin á ný en fyrir þá sem framið hefðu alvarlegri brot.Meðal annars litið til eðli brots og hvort að viðkomandi hafi fengið uppreist æru Þá vísar Reimar jafnframt í almenn hegningarlög þar sem fjallað er um réttindasviptingar en þar kemur fram að sérákvæði í lögum um brottfall réttindasviptingar haldi gildi sínu. Að mati Lögmannafélagsins felst í því tilvísun í lögin um lögmenn þar sem fjallað er um hvernig réttindin fást á ný. Aðspurður til hvaða atriða Lögmannafélagið lítur til vegna meðmæla um veitingu lögmannsréttinda segir Reimar: „Það yrði vísast að framkvæma heildarmat á hverju máli fyrir sig. Það yrði til dæmis að líta til eðli brots, hvort að skaði hefði verið bættur, sakarkostnaður greiddur, hvort að niðurstöður dóms um réttindasviptingu hefðu verið virtar, hvort að viðkomandi hefði fengið uppreist æru og hvort hann hefði í verkum sýnt að honum sé treystandi til að sinna þeim verkefnum sem felast í starfinu.“
Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11