Evrópusambandið skoðar tollvernd búvara á Íslandi Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. janúar 2016 07:00 Úr kjúklingasláturhúsinu í Emsland í Þýskalandi. Ísland hefur skuldbundið sig til að gefa út árlegan 200 tonna tollkvóta á alifuglakjöt frá löndum ESB. Fréttablaðið/ÓKÁ Á vettvangi Evrópusambandsins (ESB) er, samkvæmt heimildum blaðsins, hafin skoðun á því verklagi sem hér er viðhaft við útboð tollheimilda búvara sem landið hefur skuldbundið sig til að hleypa tollfrjálst inn í landið. Félag atvinnurekenda (FA) hefur vakið á því athygli á vef sínum að þótt Ísland hafi samkvæmt samningi við ESB árið 2007 skuldbundið sig til að leyfa tollfrjálsan innflutning á tilteknu magni búvara þá geti raunveruleg tollvernd varanna numið tugum prósenta af innflutningsverði þeirra. „Ástæðan er útboðskerfið, sem stjórnvöld nota til að úthluta innflutningsheimildunum, en þær eru seldar hæstbjóðanda,“ segir í umfjöllun á vef FA. Þannig sé útboðsgjald alifuglakjöts orðið svo hátt að álíka mikið kosti að flytja inn kjúkling frá ESB á tollfrjálsa kvótanum og á almennum tolli. Í báðum tilvikum sé raunveruleg tollvernd um 50 prósent af innflutningsverðinu. „Við vitum af þessum athugasemdum Félags atvinnurekenda, en viljum ekki tjá okkur sérstaklega um þær að svo stöddu,“ segir Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar ESB á Íslandi. Í samningnum frá 2007 er kveðið á um að Ísland gefi út tollkvóta í tilteknu magni á margvíslegar afurðir, bæði kjöt, osta og kartöflur. „Samningsaðilar gera ráðstafanir til að tryggja að ávinningum, sem þeir veita hvor öðrum, verði ekki stefnt í hættu með öðrum takmarkandi innflutningsráðstöfunum,“ segir í sjötta lið samningsins. Í umfjöllun FA er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félagsins, að erfitt sé að sjá hvernig útboðskerfið íslenska standist þessa grein samningsins. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Á vettvangi Evrópusambandsins (ESB) er, samkvæmt heimildum blaðsins, hafin skoðun á því verklagi sem hér er viðhaft við útboð tollheimilda búvara sem landið hefur skuldbundið sig til að hleypa tollfrjálst inn í landið. Félag atvinnurekenda (FA) hefur vakið á því athygli á vef sínum að þótt Ísland hafi samkvæmt samningi við ESB árið 2007 skuldbundið sig til að leyfa tollfrjálsan innflutning á tilteknu magni búvara þá geti raunveruleg tollvernd varanna numið tugum prósenta af innflutningsverði þeirra. „Ástæðan er útboðskerfið, sem stjórnvöld nota til að úthluta innflutningsheimildunum, en þær eru seldar hæstbjóðanda,“ segir í umfjöllun á vef FA. Þannig sé útboðsgjald alifuglakjöts orðið svo hátt að álíka mikið kosti að flytja inn kjúkling frá ESB á tollfrjálsa kvótanum og á almennum tolli. Í báðum tilvikum sé raunveruleg tollvernd um 50 prósent af innflutningsverðinu. „Við vitum af þessum athugasemdum Félags atvinnurekenda, en viljum ekki tjá okkur sérstaklega um þær að svo stöddu,“ segir Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar ESB á Íslandi. Í samningnum frá 2007 er kveðið á um að Ísland gefi út tollkvóta í tilteknu magni á margvíslegar afurðir, bæði kjöt, osta og kartöflur. „Samningsaðilar gera ráðstafanir til að tryggja að ávinningum, sem þeir veita hvor öðrum, verði ekki stefnt í hættu með öðrum takmarkandi innflutningsráðstöfunum,“ segir í sjötta lið samningsins. Í umfjöllun FA er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félagsins, að erfitt sé að sjá hvernig útboðskerfið íslenska standist þessa grein samningsins.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira