Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 13:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir auknar líkur á því að ríkið taki yfir Arion banka og verði því eigandi þriggja banka. Hann segist sjálfur aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi frá almenningi og ætlar að halda ótrauður sínu striki. Sigmundur Davíð var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var sala Arion banka meðal annars til umræðu og taldi Sigmundur líkur á að ríkið myndi taka yfir bankann. „Fjármálakerfið er að miklu leyti komið í hendur ríkisins – Arion banki ekki enn sem komið er, en það gæti vel farið svo líka,“ segir Sigmundur og kveðst þar vísa í fréttir um að illa hafi gengið að selja bankann. „Menn hafa haft frest til að selja hann með ákveðnum skilyrðum, ella gangi hann til ríkisins,“ segir Sigmundur Davíð. Þess skal getið að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í október á síðasta ári að hann ætti ekki von áþví að ríkið myndi eignast Arion banka en Kaupþing, eigandi 87 prósenta hlutar í bankanum, hefur haft hann í söluferli og átti söluandvirðið að skiptast milli ríkissjóðs og Kaupþings eftir ákveðnum forsendum.Allir jákvæðir sem ræða viðSigmund DavíðSigmundur var einnig spurður um hans eigin mál og hvort ekki væri hætta á að kosningabarátta Framsóknarflokksins komi til með að snúast um hann sjálfan en ekki málefnin verði hann áfram formaður flokksins. „En ég hef ekki, frá því að ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn, sterkan stuðning og velvild frá almenningi eins og síðustu misseri. Á meðan á öllu þessu gekk síðasta vor vissu margir ekki hvernig ætti að taka því en ég fer ekki út í búð núna eða á mannamót nema það komi til mín fólk til að ræða þessi mál og alltaf á jákvæðum nótum.“ Sigmundur Davíð segir fólk segja að nú þegar rykið hafi sest þá sjáist hvers konar aðför þetta hafi verið gegn honum. „Og alltaf hvatning: „Ekki gefast upp. Við treystum á að þú haldir áfram. Þú verður að halda áfram þeirri baráttu sem þú hefur leitt.“Ég hef oft heyrt: „Ef þú lofar að halda áfram þá skal ég kjósa Framsóknarflokkinn í fyrsta skipti.““ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir auknar líkur á því að ríkið taki yfir Arion banka og verði því eigandi þriggja banka. Hann segist sjálfur aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi frá almenningi og ætlar að halda ótrauður sínu striki. Sigmundur Davíð var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var sala Arion banka meðal annars til umræðu og taldi Sigmundur líkur á að ríkið myndi taka yfir bankann. „Fjármálakerfið er að miklu leyti komið í hendur ríkisins – Arion banki ekki enn sem komið er, en það gæti vel farið svo líka,“ segir Sigmundur og kveðst þar vísa í fréttir um að illa hafi gengið að selja bankann. „Menn hafa haft frest til að selja hann með ákveðnum skilyrðum, ella gangi hann til ríkisins,“ segir Sigmundur Davíð. Þess skal getið að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í október á síðasta ári að hann ætti ekki von áþví að ríkið myndi eignast Arion banka en Kaupþing, eigandi 87 prósenta hlutar í bankanum, hefur haft hann í söluferli og átti söluandvirðið að skiptast milli ríkissjóðs og Kaupþings eftir ákveðnum forsendum.Allir jákvæðir sem ræða viðSigmund DavíðSigmundur var einnig spurður um hans eigin mál og hvort ekki væri hætta á að kosningabarátta Framsóknarflokksins komi til með að snúast um hann sjálfan en ekki málefnin verði hann áfram formaður flokksins. „En ég hef ekki, frá því að ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn, sterkan stuðning og velvild frá almenningi eins og síðustu misseri. Á meðan á öllu þessu gekk síðasta vor vissu margir ekki hvernig ætti að taka því en ég fer ekki út í búð núna eða á mannamót nema það komi til mín fólk til að ræða þessi mál og alltaf á jákvæðum nótum.“ Sigmundur Davíð segir fólk segja að nú þegar rykið hafi sest þá sjáist hvers konar aðför þetta hafi verið gegn honum. „Og alltaf hvatning: „Ekki gefast upp. Við treystum á að þú haldir áfram. Þú verður að halda áfram þeirri baráttu sem þú hefur leitt.“Ég hef oft heyrt: „Ef þú lofar að halda áfram þá skal ég kjósa Framsóknarflokkinn í fyrsta skipti.““
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira