Fótbolti

Markvörður Ungverja elsti leikmaður EM frá upphafi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabor Kiraly.
Gabor Kiraly. Vísir/Getty
Gabor Kiraly mun standa í marki Ungverja í leiknum á móti Austurríki á eftir en þetta er fyrsti leikurinn í riðli Íslendinga.

Gabor Kiraly sem er 40 ára og 74 daga gamall í dag bætir met Þjóðverjans Lothar Matthäus frá EM 2000.

Lothar Matthäus var 39 ára og 91 daga gamall þegar hann spilaði með þýska landsliðinu á móti Portúgal 20. júní 2000. Þá voru 20 ár liðin síðan að Matthäus tók þátt í sínu fyrsta Evrópumóti.

Gabor Kiraly er fæddur 1. apríl 1976 og hefur spilað með ungverska landsliðinu frá 1998. Leikurinn í kvöld verður landsleikur númer 103 hjá honum en jafnfram sá fyrsti á stórmóti.

Gabor Kiraly spilaði 10 af 12 leikjum Ungverja í undankeppninni. Hann er núverandi leikmaður Szombathelyi Haladás í Ungverjalandi.

Gabor Kiraly er þekktur fyrir að spila alltaf í síðbuxum.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×