Lífið

Sjáðu myndirnar: Ráðherra skálar með stuðningsmönnum í Saint-Étienne

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hér gæti Illugi verið að rifja upp eitt af afrekum strákanna okkar í undankeppninni.
Hér gæti Illugi verið að rifja upp eitt af afrekum strákanna okkar í undankeppninni. Vísir/Vilhelm
Íslendingum fjölgar og fjölgar í miðbæ Saint-Étienne þar sem karlalandsliðið mætir því portúgalska klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. Vel fer á með íslenskum og portúgölskum stuðningsmönnum. Hiti er í kringum 15 stig og skýjað þannig að enginn ætti að þurfa að hafa áhyggjur af því að brenna á skjannahvítri íslenskri húð.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, var kominn í gott stuð í miðbænum um klukkan 15 að staðartíma eins og fjölmargir aðrir Íslendingar. Reiknað er með því að flestir fari svo á svokallað fan zone áður en haldið verður tímanlega á völlinn.

Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis á svæðinu, tók upp úr hádegi í dag.

 

Lilja Katrín og Guðmundur til í slaginn.Vísir/Vilhelm
Ekkert vesen hjá Einari Skúlasyni og strákunum sem voru á gangi í miðbænum í hádeginu.
Þessir eru klárir í slaginn. „Áfram Ísland!“Vísir/Vilhelm
Blár er liturinn í frönsku borginni í dag.Vísir/Vilhelm
Íslendingar á svæðinu eru almennt bjartsýnir en raunsæir fyrir leikinn í kvöld.Vísir/Vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×