Þjálfaðar rússneskar boltabullur stóðu fyrir óeirðum í Marseille Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Englendingur með höfuðáverka í haldi lögreglu. Nordicphotos/AFP Hundrað og fimmtíu manna hópur vel þjálfaðra rússneskra fótboltabulla stóð fyrir óeirðunum í Marseille á sunnudaginn í kjölfar leiks Englands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alls slösuðust 35 manns í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Um tuttugu voru handteknir en réttað verður yfir tíu þeirra á næstu dögum. Frá þessu greinir Brice Robin, saksóknari í borginni. „Þeir voru vel þjálfaðir til að beita ofsafengnu ofbeldi á miklum hraða,“ segir Robin. Á blaðamannafundi í gær sagði Robin hafa verið sérstaklega erfitt að handtaka rússnesku bullurnar þar sem þær væru vanar að komast hjá handtöku. Hann sagði bullurnar ekki fagmenn en einkar öfgafullar.Igor Lebedev, þingmaðurLögregluyfirvöld í Frakklandi greina nú myndir úr öryggismyndavélum til að bera kennsl á sem flesta sem áttu þátt í ofbeldinu. Gera þeir það í samstarfi við rússnesk og ensk lögregluyfirvöld. Tveir Englendingar voru í gær dregnir fyrir dómstóla fyrir sinn þátt í óeirðunum. Hinn tvítugi Alexander Booth var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að kasta flösku í lögreglumann og hinn 41 árs Ian Hepworth var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir sama athæfi. Báðum var þeim bannað að koma til Frakklands næstu tvö árin. Tveimur Rússum hefur einnig verið vísað úr landi. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hótaði Englendingum og Rússum brottrekstri úr mótinu ef athæfið endurtæki sig. Einnig hefur sambandið ákært rússneska knattspyrnusambandið og verður refsingin ákveðin í dag. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússa, telur UEFA hafa gert rétt. Frá því sagði hann í viðtali við rússneska miðilinn R-Sport í gær. Igor Lebedev, þingmaður minnihlutaflokksins LDPR, er hins vegar ósammála Mutko. „Ég skil ekki hvað er að því að fótboltaaðdáendur sláist. Þvert á móti. Vel gert strákar! Haldið þessu áfram,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði hann óeirðirnar alfarið á ábyrgð lögreglu. Yfirvöld í Frakklandi hafa hvatt stjórnendur leikvanga sem keppt verður á á mótinu til þess að taka allt áfengi úr sölu á meðan á leik stendur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Hundrað og fimmtíu manna hópur vel þjálfaðra rússneskra fótboltabulla stóð fyrir óeirðunum í Marseille á sunnudaginn í kjölfar leiks Englands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alls slösuðust 35 manns í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Um tuttugu voru handteknir en réttað verður yfir tíu þeirra á næstu dögum. Frá þessu greinir Brice Robin, saksóknari í borginni. „Þeir voru vel þjálfaðir til að beita ofsafengnu ofbeldi á miklum hraða,“ segir Robin. Á blaðamannafundi í gær sagði Robin hafa verið sérstaklega erfitt að handtaka rússnesku bullurnar þar sem þær væru vanar að komast hjá handtöku. Hann sagði bullurnar ekki fagmenn en einkar öfgafullar.Igor Lebedev, þingmaðurLögregluyfirvöld í Frakklandi greina nú myndir úr öryggismyndavélum til að bera kennsl á sem flesta sem áttu þátt í ofbeldinu. Gera þeir það í samstarfi við rússnesk og ensk lögregluyfirvöld. Tveir Englendingar voru í gær dregnir fyrir dómstóla fyrir sinn þátt í óeirðunum. Hinn tvítugi Alexander Booth var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að kasta flösku í lögreglumann og hinn 41 árs Ian Hepworth var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir sama athæfi. Báðum var þeim bannað að koma til Frakklands næstu tvö árin. Tveimur Rússum hefur einnig verið vísað úr landi. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hótaði Englendingum og Rússum brottrekstri úr mótinu ef athæfið endurtæki sig. Einnig hefur sambandið ákært rússneska knattspyrnusambandið og verður refsingin ákveðin í dag. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússa, telur UEFA hafa gert rétt. Frá því sagði hann í viðtali við rússneska miðilinn R-Sport í gær. Igor Lebedev, þingmaður minnihlutaflokksins LDPR, er hins vegar ósammála Mutko. „Ég skil ekki hvað er að því að fótboltaaðdáendur sláist. Þvert á móti. Vel gert strákar! Haldið þessu áfram,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði hann óeirðirnar alfarið á ábyrgð lögreglu. Yfirvöld í Frakklandi hafa hvatt stjórnendur leikvanga sem keppt verður á á mótinu til þess að taka allt áfengi úr sölu á meðan á leik stendur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira