Heimir: Þjálfari Portúgals með ógnvekjandi árangur Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 11:00 Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM 2016 í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne og hefst klukkan 19.00. Strákarnir okkar mæta vel undirbúnir til leiks en þjálfarateymið hefur eytt miklum tíma í að leikgreina portúgalska liðið fyrir leikinn í kvöld. „Við erum búnir að fara yfir Portúgal, þeirra styrkleika og veikleika og þeirra helstu leikmenn. Við Ólafur Kristjánsson gerðum það. Svo fórum við yfir föstu leikatriðin þeirra og tókum þau fyrir á æfingu,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. „Svo tók við að undirbúa okkur fyrir leikinn og hugsa hvað við þurfum að gera og hvernig við ætlum að verjast þeim. Svona var undirbúningurinn fyrir leikinn.“ Þjálfari Portúgals er Fernando Santos sem áður þjálfaði gríska landsliðið og Olympiacos þegar Alfreð Finnbogason spilaði þar. Heimir er mjög hrifinn af hvað Santos hefur gert með portúgalska liðið sem er virkilega öflugt. “Þeir sem þekkja Fernando Santos vita hversu öflugur hann er. Hann þjálfaði gríska landsliðið með frábærum árangri en þar voru engar stórstjörnur. Hann náði upp mikilli liðsheild í gríska liðinu sem er ekki með frægustu leikmenn í heimi,“ segir Heimir. “Við horfðum á sjónvarpsþátt um portúgalska liðið þar sem kom fram að hann hefur aðeins tapað einum mótsleik samtals með Grikki og Portúgal. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa út í það.“ “Núna fær hann upp í hendurnar besta fótboltamann í heimi og fleiri ótrúlega góða einstaklinga. Santos er líka búinn að búa til góða liðsheild hjá Portúgal úr liði sem er með góða einstaklinga. Sem þjálfari er gaman að sjá hvernig þeir vinna. Þar með er ekki sagt að við getum ekki strítt þeim,“ segir Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM 2016 í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne og hefst klukkan 19.00. Strákarnir okkar mæta vel undirbúnir til leiks en þjálfarateymið hefur eytt miklum tíma í að leikgreina portúgalska liðið fyrir leikinn í kvöld. „Við erum búnir að fara yfir Portúgal, þeirra styrkleika og veikleika og þeirra helstu leikmenn. Við Ólafur Kristjánsson gerðum það. Svo fórum við yfir föstu leikatriðin þeirra og tókum þau fyrir á æfingu,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. „Svo tók við að undirbúa okkur fyrir leikinn og hugsa hvað við þurfum að gera og hvernig við ætlum að verjast þeim. Svona var undirbúningurinn fyrir leikinn.“ Þjálfari Portúgals er Fernando Santos sem áður þjálfaði gríska landsliðið og Olympiacos þegar Alfreð Finnbogason spilaði þar. Heimir er mjög hrifinn af hvað Santos hefur gert með portúgalska liðið sem er virkilega öflugt. “Þeir sem þekkja Fernando Santos vita hversu öflugur hann er. Hann þjálfaði gríska landsliðið með frábærum árangri en þar voru engar stórstjörnur. Hann náði upp mikilli liðsheild í gríska liðinu sem er ekki með frægustu leikmenn í heimi,“ segir Heimir. “Við horfðum á sjónvarpsþátt um portúgalska liðið þar sem kom fram að hann hefur aðeins tapað einum mótsleik samtals með Grikki og Portúgal. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa út í það.“ “Núna fær hann upp í hendurnar besta fótboltamann í heimi og fleiri ótrúlega góða einstaklinga. Santos er líka búinn að búa til góða liðsheild hjá Portúgal úr liði sem er með góða einstaklinga. Sem þjálfari er gaman að sjá hvernig þeir vinna. Þar með er ekki sagt að við getum ekki strítt þeim,“ segir Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00