Erlent

Flugslysið í Rússlandi: Gölluðum flöpsum um að kenna

Atli Ísleifsson skrifar
Brak vélarinnar fannst í Svartahafi.
Brak vélarinnar fannst í Svartahafi. Vísir/AFP
Upptökur úr flugritum rússnesku flugvélarinnar sem fórst í Svartahafi á sunnudag benda til að gölluðum flöpsum á vængjum vélarinnar hafi verið um að kenna að hún hrapaði.

Rússneskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Flapsar vélarinnar, sem eiga þátt í að vél geti tekið á loft, virðast ekki hafa hreyfst sem skyldi. Í frétt BBC segir að þetta hafi leitt til að flugmenn vélarinnar misstu stjórn á vélinni.

Vélin var af gerðinni Tu-154 og var á leið frá borginni Sochi við Svartahaf á leið til Sýrlands. Allir þeir 92 sem voru um borð fórust.

Um borð í vélinni voru meðal annars 64 meðlimir Alexandrov-kórsins, hers Rauða hersins. Kórinn var á leið til Sýrlands þar sem þeir áttu að koma fram fyrir rússneska hermenn sem þar eru.


Tengdar fréttir

Hryðjuverk ekki talin orsök flugslyssins yfir Svartahafi

Þúsundir leituðu farþega rússneskrar herflugvélar sem hrapaði í Svartahaf. Allir farþegarnir 92 eru taldir af. Þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Flugritarnir ekki enn fundnir. Flugvélin var af gerðinni Tupolev-154 og voru hermenn, tónlista




Fleiri fréttir

Sjá meira


×