Enski boltinn

Hazard: Besta Chelsea-lið sem ég hef spilað með

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hazard og félagar fagna á annan dag jóla er Chelsea vann sinn tólfta leik í röð.
Hazard og félagar fagna á annan dag jóla er Chelsea vann sinn tólfta leik í röð. vísir/getty
Belginn Eden Hazard segir að Chelsea-liðið í dag sé betra en Chelsea-liðið sem vann ensku úrvalsdeildina árið 2015.

Skal svo sem engan undra að hann segi þetta þar sem Chelsea er búið að vinna tólf leiki í röð sem er félagsmet.

„Þetta er besta liðið síðan ég kom hingað. Við vinnum alla leiki og erum stútfullir af sjálfstrausti,“ sagði Hazard en hann kom til félagsins árið 2012.

„Við erum að gera hluti sem við höfum ekki gert áður. Við erum að skora fleiri mörk. Okkur líður vel og reynum að taka einn leik fyrir í einu. Horfum ekki of mikið á einhver met sem er þó vissulega gaman að slá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×