„Hæfilega sáttir“ með 120 milljón króna bætur vegna Húss íslenskra fræða nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. desember 2016 10:49 Vinningstillagan í samkeppni á hönnun Húss íslenskra fræða. mynd/arnastofnun.is Verktakafyrirtækið Jáverk mun fá 120 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna frestunar á framkvæmdum við Hús íslenskra fræða. Í nefndaráliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga kemur fram tillaga um heimild til greiðslu bótanna. RÚV greindi fyrst frá þessu. Undirbúningur vegna byggingar Húss íslenskra fræða hófst í mars 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsinu. Byggingunni var ætlað að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar áttu meðal annars að vera sérhannaðar geymslur fyrir skinnhandrit, lesstofur fyrir nemendur skólans, bókasafn auk fyrirlestra- og kennslusala. Framkvæmdirnar voru hins vegar settar á ís þegar ný ríkisstjórn tók við árið 2014 en hún gerði ekki ráð fyrir áframhaldandi vinnu við bygginguna í fjárlögum.Grunnurinn hefur staðið óhreyfður í þrjú og hálft ár.vísir/daníelNær yfir hluta tjónsinsGylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, segist hæfilega sáttur með skaðabæturnar. „Við erum bara nokkuð sáttir. Við hefðum þó helst viljað fá verkið og að ríkið hefði efnt samning sinn við okkur,“ segir hann. Að sögn Gylfa er tjón fyrirtækisins nokkurt og ná bæturnar aðeins til hluta þess tjóns sem Jáverk hefur orðið fyrir. Grunnurinn, sem stendur við Arngrímsgötu gegnt Landsbókasafni Íslands, hefur staðið óhreyfður síðan 2013. Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna í fjárlögum næsta árs en þó kemur fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021 að byggingu hússins skuli ljúka á því tímabili. Þar kemur fram að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé áætlaður 4,2 milljarðar króna og þar af eigi 3,7 milljarðar eftir að falla til á áætlunartímabilinu.Illa farið með opinbert féÞegar ljóst var að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að gera ráð fyrir framkvæmdum við Hús íslenskra fræða í fjárlögum fyrir árið 2014 bar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, upp fyrirspurn varðandi kostnað vegna skaðabóta til verktaka.Sjá einnig: Vill vita kostnað við að fylla upp í grunn Húss íslenskra fræðaÍ frétt RÚV er greint frá því að Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, viðurkenni að greiðsla bótanna af hálfu ríkisins sé ekki góð meðferð á opinberu fé. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Verktakafyrirtækið Jáverk mun fá 120 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna frestunar á framkvæmdum við Hús íslenskra fræða. Í nefndaráliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga kemur fram tillaga um heimild til greiðslu bótanna. RÚV greindi fyrst frá þessu. Undirbúningur vegna byggingar Húss íslenskra fræða hófst í mars 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsinu. Byggingunni var ætlað að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar áttu meðal annars að vera sérhannaðar geymslur fyrir skinnhandrit, lesstofur fyrir nemendur skólans, bókasafn auk fyrirlestra- og kennslusala. Framkvæmdirnar voru hins vegar settar á ís þegar ný ríkisstjórn tók við árið 2014 en hún gerði ekki ráð fyrir áframhaldandi vinnu við bygginguna í fjárlögum.Grunnurinn hefur staðið óhreyfður í þrjú og hálft ár.vísir/daníelNær yfir hluta tjónsinsGylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, segist hæfilega sáttur með skaðabæturnar. „Við erum bara nokkuð sáttir. Við hefðum þó helst viljað fá verkið og að ríkið hefði efnt samning sinn við okkur,“ segir hann. Að sögn Gylfa er tjón fyrirtækisins nokkurt og ná bæturnar aðeins til hluta þess tjóns sem Jáverk hefur orðið fyrir. Grunnurinn, sem stendur við Arngrímsgötu gegnt Landsbókasafni Íslands, hefur staðið óhreyfður síðan 2013. Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna í fjárlögum næsta árs en þó kemur fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021 að byggingu hússins skuli ljúka á því tímabili. Þar kemur fram að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé áætlaður 4,2 milljarðar króna og þar af eigi 3,7 milljarðar eftir að falla til á áætlunartímabilinu.Illa farið með opinbert féÞegar ljóst var að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að gera ráð fyrir framkvæmdum við Hús íslenskra fræða í fjárlögum fyrir árið 2014 bar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, upp fyrirspurn varðandi kostnað vegna skaðabóta til verktaka.Sjá einnig: Vill vita kostnað við að fylla upp í grunn Húss íslenskra fræðaÍ frétt RÚV er greint frá því að Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, viðurkenni að greiðsla bótanna af hálfu ríkisins sé ekki góð meðferð á opinberu fé.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira