Erlent

Minnst 32 létust eftir neyslu áfengis

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Áfengi er bannað í Pakistan en hér sjást starfsmenn tollsins farga ólöglegum vínflöskum.
Áfengi er bannað í Pakistan en hér sjást starfsmenn tollsins farga ólöglegum vínflöskum. vísir/getty
Að minnsta kosti 32 eru látnir og tvær tylftir sjúkar eftir að hafa neytt eitraðs áfengis í Punjab-héraði í Pakistan á jóladag. Bróðurpartur hinna látnu eru kristnir menn í borginni Toba Tek Singh.

Ströng áfengislöggjöf ríkir í landinu. Múslimum er meinað að kaupa áfengi og fólk af öðrum trúarbrögðum þarf sérstakt leyfi til að kaupa áfengi.

Afleiðing bannsins er sú að margir kaupa heimabrugg til að vökva lífsblómið. Sá vökvi á það til að vera misvandaður. Í þessu tilfelli innihélt hann metanól og því fór sem fór. Rannsókn lögreglu stendur yfir en gengur hægt þar sem skipuleggjendur veislunnar eru ekki lengur lifandi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur fólks lætur lífið í landinu eftir að hafa innbyrt landa en í október létust ellefu af sömu ástæðu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×