Vilja koma með Uber til Íslands í framtíðinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2016 06:00 Þjónusta Uber er meðal annars í boði í Kína. vísir/afp „Við höfum ekki enn hafið formlegt ferli til að koma upp starfsemi í Reykjavíkurborg en einn daginn viljum við halda þar úti starfsemi.“ Þetta segir í skriflegu svari frá Harry Porter í samskiptadeild Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert útlit væri fyrir að leigubílaþjónusta Uber kæmi til höfuðborgarinnar þar sem svör Samgöngustofu og innanríkisráðuneytisins voru þau að engin samskipti hefðu átt sér stað milli aðila varðandi hugsanlega starfsemi. Greint var frá því árið 2014 að nægar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber hæfi vinnu við komu til borgarinnar.Í svari frá Uber segir enn fremur að fyrirtækinu yrði „sönn ánægja að halda úti þjónustu í Reykjavík“. Til þess að gera það þyrfti fyrirtækið hins vegar að fá leyfi frá yfirvöldum auk þess sem koma þyrfti upp skrifstofu í landinu með rétta fólkinu við stjórnvölinn. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að slíkt leyfi fáist ef mið er tekið af löggjöf um leigubílaleyfi en í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að starfsemi Uber falli ekki undir lög og reglur sem gilda um leigubílastarfsemi. Á meðal þess helsta sem þyrfti að gera til þess að slík starfsemi gæti verið hér á landi væri að gefa leigubílastarfsemi frjálsa. Nú eru leigubílaleyfi hins vegar takmörkuð. Meint brot á reglum hafa hins vegar ekki stöðvað starfsemi Uber í útlendum borgum og hefur fjöldi mála verið höfðaður gegn fyrirtækinu. Meðal annars í Kaliforníuríki Bandaríkjanna til þess að skera úr um hvort bílstjórar Uber teljist sjálfstæðir verktakar eða starfsmenn fyrirtækisins. Þá standa nú yfir deilur á milli Uber og bifreiðaeftirlits sama ríkis en eftirlitið telur prófanir Uber á sjálfkeyrandi bílum ekki standast reglur þar sem Uber hefur ekki tilskilin leyfi til slíkra prófana. Í svari Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins segir enn fremur: „Við vonumst til þess að vera með ykkur eins fljótt og auðið er. En við erum hins vegar ekki komin með neina dagsetningu á slíka komu enn sem komið er.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00 Uber tapaði 250 milljörðum Á þriðja ársfjórðungi tapaði Uber yfir 800 milljónum dollara, 21. desember 2016 11:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Við höfum ekki enn hafið formlegt ferli til að koma upp starfsemi í Reykjavíkurborg en einn daginn viljum við halda þar úti starfsemi.“ Þetta segir í skriflegu svari frá Harry Porter í samskiptadeild Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert útlit væri fyrir að leigubílaþjónusta Uber kæmi til höfuðborgarinnar þar sem svör Samgöngustofu og innanríkisráðuneytisins voru þau að engin samskipti hefðu átt sér stað milli aðila varðandi hugsanlega starfsemi. Greint var frá því árið 2014 að nægar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber hæfi vinnu við komu til borgarinnar.Í svari frá Uber segir enn fremur að fyrirtækinu yrði „sönn ánægja að halda úti þjónustu í Reykjavík“. Til þess að gera það þyrfti fyrirtækið hins vegar að fá leyfi frá yfirvöldum auk þess sem koma þyrfti upp skrifstofu í landinu með rétta fólkinu við stjórnvölinn. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að slíkt leyfi fáist ef mið er tekið af löggjöf um leigubílaleyfi en í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að starfsemi Uber falli ekki undir lög og reglur sem gilda um leigubílastarfsemi. Á meðal þess helsta sem þyrfti að gera til þess að slík starfsemi gæti verið hér á landi væri að gefa leigubílastarfsemi frjálsa. Nú eru leigubílaleyfi hins vegar takmörkuð. Meint brot á reglum hafa hins vegar ekki stöðvað starfsemi Uber í útlendum borgum og hefur fjöldi mála verið höfðaður gegn fyrirtækinu. Meðal annars í Kaliforníuríki Bandaríkjanna til þess að skera úr um hvort bílstjórar Uber teljist sjálfstæðir verktakar eða starfsmenn fyrirtækisins. Þá standa nú yfir deilur á milli Uber og bifreiðaeftirlits sama ríkis en eftirlitið telur prófanir Uber á sjálfkeyrandi bílum ekki standast reglur þar sem Uber hefur ekki tilskilin leyfi til slíkra prófana. Í svari Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins segir enn fremur: „Við vonumst til þess að vera með ykkur eins fljótt og auðið er. En við erum hins vegar ekki komin með neina dagsetningu á slíka komu enn sem komið er.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00 Uber tapaði 250 milljörðum Á þriðja ársfjórðungi tapaði Uber yfir 800 milljónum dollara, 21. desember 2016 11:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00
Uber tapaði 250 milljörðum Á þriðja ársfjórðungi tapaði Uber yfir 800 milljónum dollara, 21. desember 2016 11:00