Fótbolti

Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wambach átti glæsilegan feril.
Wambach átti glæsilegan feril. vísir/getty
Abby Wambach, markahæsti leikmaður í sögu bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, viðurkennir að hafa misnotað áfengi og lyfseðilskyld lyf svo árum skipti.

Wambach var handtekinn í apríl á þessu fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Hún segir að það hafi verið það besta sem gat komið fyrir hana.

„Ef ég hefði ekki verið niðurlægð opinberlega hefði ég líklega ekki vaknað,“ sagði Wambach sem er að kynna ævisögu sína, Forward, sem kemur út á morgun.

Wambach segist hafa verið á slæmum stað í lífinu þegar hún var handtekinn. Hjónaband hennar og Söruh Huffman stóð á brauðfótum, hún var venjast lífinu eftir fótboltann og var komin með nýja vinnu hjá ESPN.

Wambach segir að áfengis- og lyfjaneyslan sé ekki nýtilkomið vandamál; hún hafi barist við fíknina í mörg ár og þáði ekki hjálp. Hún drakk og notaði lyf eins og Vicodin, Ambien og Addarall.

„Sarah var ein af þeim fyrstu sem gerðu mér það ljóst að ég ætti við vandamál að stríða. Þetta var fyrir löngu síðan. Þetta byrjaði ekkert þegar ég lagði skóna á hilluna. Ég er búin að berjast við þetta í mörg ár,“ sagði Wambach sem skoraði 184 mörk í 255 landsleikjum á árunum 2001-15.

Þrátt fyrir að Wambach og Huffman séu að skilja segist sú fyrrnefnda vera á ágætis stað í lífinu núna.

„Ég skammast mín ekki lengur fyrir það sem gerðist, því það leiddi mig á þennan stað. Ég er stolt af því hvar ég er núna,“ sagði Wambach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×