Enski boltinn

Neville fer ekki í þjálfun næstu árin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neville er hann var hjá Valencia.
Neville er hann var hjá Valencia. vísir/getty
Gary Neville reyndi fyrir sér sem þjálfari hjá Valencia á síðustu leiktíð en það gekk ekki upp hjá honum.

Eftir fjóra mánuði var frekari þjónusta afþökkuð. Þá hafði hann aðeins unnið þrjá leiki með félaginu í sextán leikjum.

Hann var síðan í landsliðsþjálfarateymi Roy Hodgson en hætti eftir EM. Fjölmörg félög hafa sýnt honum áhuga en hann kann vel við sig í sinni sjónvarpsvinnu.

„Maður á auðvitað aldrei að segja aldrei því ég elska fótbolta svo mikið. Ég held samt að það verði erfitt fyrir mig að fara aftur út í þjálfun út af öðrum verkefnum,“ segir Neville en hann er líka með puttana í fasteignaverkefnum meðal annars. Í mörg horn að líta.

„Ég get ekki tekið að mér nein skammtímaverkefni og ég sé ekki fyrir mér að ég þjálfi næstu fimm árum. Í sannleika sagt langar mig það heldur ekkert.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×